þriðjudagur, mars 02, 2004

ég er með gat á sokknum svo að stóra tá hægri fótar stingst út. ég er í támjóum skóm sem eru að drepa mig, hver lét sér eiginlega detta í hug að támjótt væri flott? ætla sko aldrei að nota þessa skratta aftur. mikið er ég fegin að þeir kostuðu bara þúsundkall í hagkaupum. definitely ekki minn stíll. var bara að reyna að vera svolítið kaupþingsleg svona til að fitta inn hérna í snuffheimum. plottið er samt eiginlega ekki að ganga alveg upp því mér líður eins og hænu á teini. best að halda bara áfram að stinga í stúfinn...
málningarvinnan gengur fínt í bakarahúsinu hans kolbeins kafteins. verst hvað það er óhemju leiðinlegt að mála panel. skoruskrattar alltafhreint.
mig langar í brauð með roastbeef og remúlaði.
lengi lifi hárkolluhönnuðir og ljósritunarvélar.
nú vantar mig svefn.
sniff

Engin ummæli: