þar er ar komar hádegir. tjú tjú trallalla. ef maður hættir að blogga í nokkra daga, dettur síðan þá bara út? hvernig getur fólk eignast dagbókina sína svo þegar það hættir að nennessu? skrattekornet. nú er ég sko að hugsa fram og aftur í tímann, fram þegar ég vil hætta og aftur þegar ég vil lesa hvað ég var að hugsa á unglingsárunum þegar ég var 29 ára. ekki alveg nógu stabíll bransi þetta internet. alltaf best að eiga kópíu undir koddanum, gamla góða safe way.
nema hvað, ég held svei mér þá að ég sé að fá flösu. best að redda sér head and sholders. eða kannski er þetta bara snjór..??
lóa systir mín er að fara til þýskalands á mánudaginn. við fórum saman á nellýs í gær að drekka ódýran bjór í tilefni tilvonandi brottfarar. það var kósí. svo á meðan lóa skrapp á klóstið var ég að hlusta á hina gestina þarna inni sem voru þrír frekar sjúskaðir karlmenn á fertugsaldri, greinilega nokkuð sjóaðir í alkohólinu, en þeir voru að rökræða á þennan skemmtilega hátt sem þessi kynstofn gerir oft. það var talað óskaplega hátt og mikið gripið framí og mikið skammað fyrir að grípa framí (framm í) "hlustaðu á mig!!" svona eitthvað, en þeir voru allaveganna að ræða hvort það væri lógískt að útlendingar væru skikkaðir til að læra tungumál viðkomandi lands ef þeir vildu fá dvalar og atvinnuleyfi. niðurstöður þeirrar umræðu voru eftirfarandi: bróðir eins var einu sinni búsettur í svíþjóð en pabbi hans er ameríkani. annar á þrjú systkyni og voru þau öll búsett í svíþjóð- gautaborg, uppúr 1979, en hann var sjálfur að vinna í málningarverksmiðju. þar var hann eitt sinn beðinn um að þýða á milli samræður á ensku og sænsku, en hann var ekki viss hvort hann gæti það og fékk að sjá til. sá þriðji sá aðallega um að skilja á milli þessarra tveggja fyrrnefndra þegar frammígripin urðu heiftarleg. og það að allir finnar skuli tala sænsku er sko hinn mesti misskilningur!
þetta lærði ég af hinum óskaplega rökrænu samræðum sem ég hlustaði á af ánægju á nellýs í gær með ódýran bjór í glasi.
gott mál. mun þó sakna lóulings
Engin ummæli:
Skrifa ummæli