fór á danssýningu í skólanum hjá frumburðinum í morgun. mikið er gaman að sjá hvað krakkar geta verið fallega skemmtilega ósamhæfðir í hreyfingum. ég veit ekki hvað það er, en þegar ég fer á svona sýningar fæ ég alltaf tár í augun. ekki grátitár, en bara svona gleðihamingjutár. en á íslandi hefur maður verið alinn upp við að það sé eitthvað ó-ó þannig að ég eyði yfirleitt meirihluta slíkra sýninga í að hafa áhyggjur af tárunum... sem er algjört bull núna þegar ég skrifa þetta niður fyrir framan mig og fer að hugsa skýrt. huh, hvað í skrattanum kemur öðrum við þó ég tárist yfir öllum andskotanum. er ekki kostur frekar en galli að vera tilfinningavera? það segir edda björgvins amk á framkomunámskeiðinum sem ég er að fara að klára í kvöld. segið svo að þessi námskeið séu gagnlaus... hér eftir mun ég sitja gersamlega áhyggjulaus með tárin lekandi niður kinnarnar á skólasýningum, foreldrafundum, jólaskemmtunum og öllu sem mér verður boðið á. (þangað til frumburðurinn fer að skammast sín og hættir að bjóða mér... tje hje hje...)
það er gott að tárast.
hér er svo eitt af uppáhalds ljóðunum hennar ömmu minnar því hún er best: (það er eftir böðvar frá hnífsdal
ég þekki konur með eld í æðum
frjálsar í skapi, fyndnar í ræðum
þær þekkja lífið og lífsins sorgir
en minnast aldrei á brunnar borgir
æskan er svívirt og eiðar lognir
en brennumenn í burtu flognir
heimurinn dæmir þær hyggju spilltar
um nætur bestar, í nautnum villtar
dæmir þær úrhrök og einskis virði
og dræpi þær eflaust ef hann þyrði
heimur skolaðu hendur þínar
ég þekki sjálfur systur mínar
konur sem dansa með dauðann í hjarta
þær kunna að elska en ekki að kvarta
konur sem hlægja og hylja tárin
þær brosa fegurst þá blæða sárin
húff!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli