miðvikudagur, mars 24, 2004

hvenær hættir fólk að blogga? hvaða stig kemst fólk á, eða hvaða stað í lífinu? njah, nenni ekki að vera djúp í dag. bleh.
er búin að eyða deginum sem hönnuður og auglýsingagerðarkona. það er gaman. bjó til fullt af slagorðum og þefaði uppi fyndar myndir af netinu, bögglaði öllu svo samanvið grútleiðilegan texta um kjarasamninga, iðgjöld og ávöxtun, og út kom þessi líka litli sæti kynningarbæklingur sem var, þó ég segi sjálf frá, bara hreint ekki svo slæmur og þunglamalegur (miðað við aðstæður). framaná eru td svona tveir voða krúttílegir gamlir karlar (merkilegt hvað ég fann mikið fleiri myndir af fyndnum gömlum körlum en konum), eníhú, þá segir annar við hinn: hvað ætlar þú svo að verða þegar þú verður stór?
ha ha ha ha ha... og svo er á baksíðunni algjör sorasvitakall í letistól, allur subbulegur og þreyttur (soldið gamall sko) og hann segir svona: lífeyris.... hvað??... ha ha ha ha... úff ég er sko lífeyrisgrínarinn. spurning um að koma með show sem heitir af lífeyrismálum og samþykktum skv. lögum nr.129/1996 um skyldusparnað og starfsemi lífeyrissjóða. viss um að ég myndi fylla laugardalshöllina trekk í trekk.
men, nú er ég alveg að ganga framaf sjálfri mér í skemmtilegheitum.
ein spurning... má ég nota svona almenningsgrínmyndir af netinu í kynningarbækling? eða verð ég að fara að herma...
nema hvað, ég er að spjögúlera hvað það gæti þýtt að dreyma sæta rottu sem hoppar alltaf á vinstri höndina á mér þegar hún sér mig og sleppir ekki og ég hristi og hristi því það er svo óþægileg tilfinning að hafa hangandi rottu á höndinni.
bara að spögúlera...

Engin ummæli: