föstudagur, mars 05, 2004

obbosí, gleymdi mér þarna í gær. nema hvað, ég fæ nýtt sár á hendur í hvert skipti sem ég fer í nýja húsið mitt að mála og snurfusa. í gær fékk ég 100 ára gamla flís í baugfingur hægri handar og í morgun var kominn gröftur, þó svo að ég hafi tekið flísina í gær. nú er vont að skrifa o, l, punkt og delete á lyklaborðinu því það stingst í puttann.
það er ýmislegt lagt á sig fyrir eigið húsnæði. o sei sei.
föstudagur í dag. gott mál. flutningar yfirvofandi, ég verð semsagt flutt þegar ég birtist hér aftur því það mun gerast um helgina. mikið líður tíminn hratt, ja hérna!
nú velti ég því stundarkorn fyrir mér af hverju sumt fólk sækir í að eiga mun yngri maka (eða hjásvæfu). ætli það sé spurning um valdatengsl, eldri aðilinn fær kikk útúr að vera "eldri og vitrari", svona meira átorítet, en sá yngri fílar sig geðveikt svalan og þroskaðan, eða kannski bara verndaðan og lítinn... nú veit ég ekki. svo er ég líka aðeins að spögúlera af hverju það þykir svona mun óeðlilegra að konur eigi yngri maka en vice versa. was ist das?
höfum við svona mikið meira sjálfstraust að við þurfum ekki að geta montað okkur af unga og hraustlega makanum þegar við erum allar að linast og hrukkast?, eða ætli við séum svona miklar skræfur að við aumingjumst ekki til að þora að vera "valdaaðilinn", þar sem átorítet fylgir oft aldri. gott að vera pössuð, aaa við maju... eða eru eldri karlmenn sætari? nei nú er ég sosum bara að velta þessu fyrir mér svona á yfirborðskenndan hátt, ekkert fræðilegt, engar kenningasmíðir eða gröfuframkvæmdir á ferðinni. bara myndin af demi moore og ashton þarna gaur sem svífur einhverra hluta vegna fyrir hugskotsjónum mér þennan blessaða föstudagsmorgunn.
ég og makinn minn eigum afmæli í sama mánuði og fæddumst sama ár. heimilishaldið mitt hefur hossast, rokkað og rólað í slatta mörg ár og á þeim tíma hefur það einhvernvegin óvart slípast þannig að heima hjá mér ríkir hið fínasta jafnrétti. ég held að ég sé jafnvel ágætis efni í handbók heimilisjafnvægissköpunar kynjanna. temmilega löt, algerlega heimsk í eldhúsi, ágæt í öðru og með húmorinn bak við eyrað. makinn mun smám saman króast af og verða að læra að elda góðan mat og lyfta fingrum við heimilisstörfin því annars endum við bara í ruslakassa með 1944 í matinn. he he he he........

Engin ummæli: