Jörgen Emil Jensen var bakari. hann starfrækti norkska bakaríið í Fischersundi 3 árum saman. í janúar árið 1905 keypti Jörgen Emil lóð þar sem hann hugðist reisa sér og fjölskyldu sinni heimili. í mars sama ár fékk hann leyfi fyrir húsbyggingu á lóðinni. Einar Erlendsson hannaði fyrir hann húsið sem er talið vera bæði fallegt og virðulegt. bygging þess gekk hratt og vel fyrir sig og var það fullbúið þann 27. nóv. 1905, en þá var það brunavirt.
Jörgen Emil bjó reyndar ekki nema í 5 ár í húsinu, en árið 1910 var það selt Lárusi Benediktssyni sem svo seldi það samdægurs timburversluninni Völundi.
hálfu ári síðar var það keypt af miklum frumkvöðli í togaraútgerð landsins, honum Kolbeini Þorsteinssyni skipstjóra sem bjó þar ásamt Kristínu Vigfúsdóttur konu sinni og börnum. um það leyti er þau fluttu í húsið var því skipt í tvær íbúðir og hefur það talið tvö heimili alla tíð síðan. frá árinu 1911 hefur húsið verið í eigu sömu ættar, allt til ársins 1991 en þá hefur það líklega verið keypt af Laufeyju nokkurri, fjögurra barna ekkju. árið 2000 ákvað Laufey að selja íbúðina á efri hæðinni og það var keypt af Björgu kennslukonu. sökum deilna gengu þau kaup til baka árið 2002 og var efri hæðin síðan í eigu fasteignasölunnar sem hafði séð um kaup Bjargar. neðri hæðin seldist fljótlega þorsteini fasteignasala sem keypti hana með útleigu í huga og búa þar í dag tveir ungir listamenn og hönnuðir. efri hæðin var til sölu í nokkurn tíma eða þangað til maría mógúll og neto ljósmyndari keyptu hana með sín tvö börn, sem annað heitir einmitt Emil eins og Jörgen Emil bakari, og nú er sagan rétt að hefjast.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli