miðvikudagur, mars 10, 2004

þegar rokið er mikið myndast dragsúgur í byggingum og hurðir og gluggar slást upp og út og suður. hér í skrifstofubyggingunni er ekki hægt að opna glugga því allt fer á fullt og byrjar að skellast. þar af leiðandi er súrefnið af skornum skammti. súrefnisleysi er slæmt leysi. þá vildi ég frekar lystarleysi eða framtaksleysi, en ég berst auk súrefnisleysis við svefnleysi sem er það leysi sem ég fæ hve oftast frá afkvæmunum. nú heyrnarleysi, málleysi og sjónleysi eru ekki vandamál hér á bæ, ekki heldur húsnæðisleysi eða atvinnuleysi og bílleysi, en þó hef ég átt í basli með litleysi en fæturnir á mér eru farnir að skína bláleitu svona undir lok vetrar. snjóleysi er fínt mál en sólarleysi ekki eins. mætti ég þá frekar en leysi biðja um geisla, eða bara leysigeisla... he he... nei nú eru allir tappar foknir úr hreiðrinu. þetta er nú meiri arfavitleysan og dómadags kjánaskapurinn. ég þekki mann sem kann ekki að hætta að tala og hann talar og talar og talar og talar og talar. honum hefur verið líkt við excel skjal. hellingur af rugli, en ef þú sorterar, flokkar og skoðar má greina smá bút af nothæfum upplýsingum.... er að hugsa um að kalla hann excelinn hér eftir. úff, þegar maður er farinn að notast við skrifstofuhúmor er voðinn vís. excelinn... ó mæ god hvað ég er komin utarlega á nöfina!! hvað er annars nöf? og hvað er nokk? er til innsta nöf? eða miðju-nöf? er til ómerkilegt nokk? eða eru öll nokk, merkileg? þessi aulahúmor minnir mig á ljóshærðan aðila frá agureyri, nafna lesanda míns, en hann var að hugsa um að fara að selja herslumun. er það ekki eitthvað sem alltaf vantar? ég hef alltaf haft gaman af orðaleikjum og málfarshúmor. það er minn nördaskapur. ég er eiginlega svolítið mikill isti. ég er nördisti, femínisti, kommúnisti, anarkisti, píanisti, póstmódernisti, nisti, málfarsfasisti, pósitívisti, mínimalisti, lististi og þristi.
æi góða haltu kjafti...

Engin ummæli: