drengurinn er búinn að vinna 3 leiki, jafna 1 og tapa 2. það er fjör í eyjum.
annað en hér. engin föstudagsstemming. fólk er svartklætt, eins og í jarðarför. það er hálf jarðarfararlegt úti. sumarið er dáið. pollýanna myndi vera fegin að vera ekki í garðavinnu núna, en pollýanna er slöpp í dag. mánaðarmótin nálgast. þau verða líka jarðarfararleg hjá mér í þetta sinn eins og svo oft undanfarið. ég er eiginlega hálf pirruð á þessu öllu saman í augnablikinu. nú vantar mig bara að toppa allt draslið og byrja á túr. það væri nú.
ég á samt yfirleitt erfitt með að vera fúl lengi. spurning hvort það sé einhver genetískur galli. fjölskyldan mín er yfirleitt mjög fljót að afgreiða pirring. við erum hálfgerðir fýluleysingjar. ég er oftast óvart farin að hoppa og dansa aftur áður en ég veit af. sem er sosum ágætt ef út í það er farið. ég nenni samt ekki að dansa í dag. amk. ekki í augnablikinu. kannski á eftir.
hversdagsleikinn ætlar mig lifandi að drepa. ég er ekki á leið í sumarfrí á næstunni svo ég hef fá tilhlökkunarefni. ég er bara að skrá kennitölur og iðgjöld í vinnunni þessa dagana, ekki mikill spenningur þar. hjólið er komið aftur í geymsluna þar sem það bíður betra veðurs. garðurinn minn er blautur og drullukenndur. reikningarnir eru vafðir utanum hálsinn á mér og skítalabbinn sem ætlaði að leigja okkur plássið á laugarvegi sveik okkur. bíllinn minn er í hassi einu fríhelgi sumarsins hjá makanum og heima hjá mér er einfalt gler.
ég er þó búin að taka til og það er vissulega kostur. hreint hús er þægilegra og síður þunglyndisvaldandi en skítugt hús. spurning hvort það sé nóg...
ég held að ég sé ekki skemmtileg í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli