fimmtudagur, júní 24, 2004

jæja þá er barasta kominn vetur aftur. til hamingju með það. frekar fúlt hvernig okkur eru send sýnishorn af góðu veðri til að gera okkur spennt, en svo er fólk ekki fyrr búið að rífa upp sumarfötin (og farið að hjóla í þeim) en þetta er orðið lopapeysuveður aftur. skrambinn.
en ég kom ekki hingað til að tala um veðrið.
nú er það að frétta að bíllinn minn sem ég skírði chachy (tsjatsí) fór að hikksta í gær. í morgun tjáði ljóshærður ungur maður í bláum samfestingi mér að kúplingin væri að klárast. klárast kúplingar? merkilegt hvað svona fjölhæf manneskja eins og ég sjálf er mikill óviti þegar kemur að bílum. en semsagt, eitt stykki kúpling í bíl kostar um 50.000 krónur íslenskar. þá er eins gott að herða sultarólina enn frekar (ég er reyndar komin í síðasta gat), og sleppa því að fara í útilegu um helgina. svo er sosum spáð leiðinlegu veðri, en ég er semsagt ekki hérna til að tala um það...
alveg er það merkilegt hvernig óvæntur kostnaður og nýir reikningar hlaðast á mann þegar fjármálin eru tæpari en ella. ég fer að hallast að hugmyndinni um samsæri. samsæri gegn afkomendum kommúnista? samsæri gegn fólki með mannfræðipróf? samsæri gegn mökum útlendinga? samsæri gegn anti-sportistum? samsæri gegn fyrrv. blokkarbörnum úr breiðholtinu? samsæri gegn bókaormum? samsæri gegn fólki sem á ekki gasgrill? samsæri gegn fólki á ryðguðum toyotum? samsæri gegn fólki með beyglaðar tær?
spurning um að taka einhvern þráðinn upp og rekja, það gæti orðið forvitnilegt að sjá hvert það leiðir.
en það er eitthvað í gangi....

Engin ummæli: