ég þekki persónu sem talar og talar og talar og talar og talar og segir svo eitt orð að lokum. einfaldar spurningar verða að flóknustu svörum og löngum fyrirlestrum og er engin leið að stöðva flóðið þegar tappinn hefur verið tekinn úr. ég hef gert tilraunir þar sem ég hef prufað að spyrja spurninga sem í hugum flestra ættu aðeins að bjóða uppá já eða nei svar. þessi manneskja hefur þó aldrei klikkað á því að breyta jái eða neii í amk. hálftíma upplýsingaflæði. upplýsingarnar eru reyndar mis-merkilegar mjög.
þetta þykir mér merkilegur en jafnframt óæskilegur hæfileiki. ég hef staðið sjálfa mig að því að rausa lengi um lítið og hætta ekki fyrr en allt of seint. en ég þykist þó vita hvenær ég á bara að segja já eða nei.
já og svo er ég farin að hjóla í vinnuna. er að bíða eftir að fá sigg á rassinn til þess að það hætti að vera sársaukafullt þarna í neðra, en ég finn sosum kannski ekkert svo svakalega fyrir því þegar harðsperrurnar í lærunum yfirgnæfa sársaukann. svo er ég líka eitthvað skrýtin í bakinu. ég segi það og skrifa, íþróttir eru óhollar.
það versta er að ég vinn við að sitja. aðal verkfærið mitt er bilað, getur fólk fengið veikindapening út á auman rass?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli