miðvikudagur, júní 09, 2004

ég er svei mér ekki frá því að rassinn á mér sé að lyftast upp eftir að ég fór að hjóla. reyndar er ég bara búin að hjóla tvisvar þannig að þetta er kannski tálsýn og draumsýn og óskhyggja, en ég ætla samt að halda mig við hina jákvæðu niðurstöðu. rassinn á mér er að lyftast upp. nú verð ég bara að passa að hann haldi ekki áfram að lyftast og lyftast og lyftast þangað til ég verð eins og igor.
það sem af er degi hef ég setið hér á nákvæmlega sama stað og pikkað inn kennitölur og iðgjöld. með stóran bunka af blöðum á vinstri hönd, reglustiku til að fylgjast með í hvaða línu ég er stödd, hægri hönd á lyklaborði og svo skrái ég eina línu, færi reglustikuna niður, aðra línu, niður.. osfrv. þangað til blaðið er búið, þá prenta ég út fylgiskjalið og skrái fylgiskjalsnúmerið á blaðið. svo vippa ég því yfir og það fer á hvolf í bunka á hægri hönd. þetta var það sem ég gerði í dag og mun gera í uþb klukkutíma í viðbót. af þeim sökum hefur hugarflug mitt og andleg náðargáfa verið kæfð í mollu og drullu og ég get ómögulega látið mér detta nokkur einasti skemmtilegur hlutur í hug. hinsvegar var ég ansi góð í að útskýra húsnæðisfjármögnun í gestabókinni minni. guess it comes with the territory....ég er öll á þessháttar bylgjulengd eftir veru mína hér í talnaheimum.
nú skil ég hvernig persónu jack nicholson leið undir lokin í who flew over the coocoo´s nest (hvernig skrifar maður annars kúkú?)

Engin ummæli: