fór í 125 ára afmæli um helgina. tvö 30 og eitt 65. get varla opnað augun úr þreytu í dag enda alveg komin úr þjálfun í að drekka mikið, kjafta mikið, syngja og dansa mikið og vaka lengi. svo hjólaði ég heim. guð hjálpi mér.
svaf framyfir hádegi í gær, nokkuð sem ég hef heldur ekki gert síðan ég veit ekki hvenær. svo fór ég snemma að sofa aðfaranótt dagsins í dag, en það virðist ekki hafa verið nóg. kerfið er allt komið úr sambandi og ég er andlega og líkamlega í tómu rugli. samt skemmti ég mér hrottalega vel. ég uppgötvaði á laugardagskvöldið að tónlistarsmekkurinn minn er yfir höfuð ekki vel liðinn hjá íslendingum. ég spilaði lag eftir lag af eintómum perlum og reyndi mikið að velja ekkert nema það auðmeltanlegasta og skemmtilegasta, en þrátt fyrir allt var ég púuð niður og yfirgnæfð með trompetlausum lögum á ensku. þegar rapp á dönsku var tekið framyfir mariachi vargas de tenochtitlan, var mér allri lokið. ég segi hér með af mér sem partý-plötusnúður. ef einvher vogar sér að segja gott skal sá aðili látinn dúsa með mér í stuði yfir geisladiskasafninu mínu í heila helgi.
enska sprenska...puh.... þetta lið kann ekki gott að meta, fúlsuðu við pedrito fernandez og pedro infante. ég rétt svo fékk að klára heilt lag með carlos vives...
vitleysingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli