miðvikudagur, júní 02, 2004

ársfundur hinn síðasti yfirstaðinn og önd mín verpir léttar. ég er sár á sinni yfir rigningu og vesæld, en er þó fegin fyrir hönd grasfræjanna minna sem eru eflaust hin ánægðustu að verða blaut, því vatn er jú líf. reyndar er sólin það líka og áður en yfir lýkur mun ég hefja upp raust mína og kvarta út í bláinn (eða gráinn í þessu skýjafari) yfir sólarleysi. þangað til geri ég fátt gáfulegra en að teygja úr mér á bláa skrifborðsstólnum, snúa höfðinu í hringi, láta braka í öxlum og hálsliðum og kreista sólargeislana útúr suðrænum tónum í litlu heyrnartóli sem er tengt á einhvern hátt sem ég kann ekki skýringar á, við útvarpsstöðina www.batanga.com, sem ég hef auglýst áður sælla minninga, hér á síðunni. þetta var eitt helvíti af langri setningu, svo ég þýði nú bara beint uppúr enskunni.
þá sem lifa í þeim misskilningi að latino-tónlist sé ekki skemmtileg vil ég biðja um að bíta í tungurnar á sér og leyfa tónunum að tæla holdið í dunandi dans.
he he he... ég er nú meira fíflið í dag. svona geta ársfundir farið með fólk.
weeepa!!.....

Engin ummæli: