nú er ég búin að halda hádegisfund. hádegis-matarfund meira að segja. ég fékk mat frá shalimar í austurstræti og get svei mér þá mælt með honum. hafði aldrei smakkað en var mjög ánægð og allir viðstaddir sömuleiðis. það var svolítið gaman að sjá karlana þegar þeir byrjuðu að svitna á skallanum því þetta er nett spicy, eins og slíkur matur á að vera. gott mál.
ég labbaði í vinnuna í dag. gerði mér grein fyrir því um leið og hann keyrði útúr innkeyrslunni að makinn var með báða lyklana að hjólageymslunni. ég rauk af stað á eftir honum æpandi og gólandi en hann hélt bara áfram. svo varð hann stopp á rauðu ljósi á næsta horni og ég gaf allt í botn á hlaupunum og vinkaði eins og ég ætti lífið að leysa. þegar ég var alveg að ná honum kom grænt og minn lullaði sér af stað eins og ekkert hefði í skorist og ég neyddist til þess að labba bölvandi og ragnandi alla leið. mætti nottlega of seint, en það var víst óumflýjanlegt miðað við aðstæður. svo var ég ekki einu sinni með klink í vasanum til að fara í strætó. aldrei á ég klink þegar ég þarf á því að halda.
ef einhver sá dökkhærða stúlku í svörtu vesti vera að hlaupa öskrandi og baðandi út öllum öngum á hverfisgötunni snemma í morgun, þá var það ég.
svo er hann alltaf að minna mig á að nota baksýnisspegilinn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli