jújú það var þjóðhátíð í gær. ég er nú farin að verða minna og minna spennt fyrir henni eftir því sem árin færast yfir mig. enda varð ég fegin að sleppa í vöfflur og pan au chocolat til mömmu. frumburðurinn 8 ára sagði mér í gær að hann skildi ekki alveg tilganginn með því að ráfa um bæinn, skítkaldur, til þess að sjá fólk. það eru greinilega fleiri gamlar sálir í minni fjölskyldu en ég sjálf. reyndar var hann mun spenntari fyrir tónleikunum um kvöldið. þar var kúl að vera. fullt af unglingum og frægir söngvarar og soleis. við foreldrarnir létum okkur hafa birgittu og kalla bjarna til að viðhalda barnslegri gleði og spenningi á þjóðhátíðardeginum. það er sama hvað ég er orðin afhuga þessari stemmingu, mér finnst að hann verði nú aðeins að upplifa múgæsinginn og fiðringinn sem fylgir svona dögum. ég er reyndar mun meira fyrir menningarnóttina. enda menningarleg mjög. ehemm... (eru flugeldar ekki menning?)
nema hvað, tvær ókeypis blöðrur. ein flaug og hin sprakk. entust allt í allt í einar 25 mínútur. eitt kandífloss til styrktar íþróttafélaginu val (vali? valur? vals? was??)
og pulsa.
vöfflurnar og franska brauðið voru best.
ég var meira að segja til í að horfa á fótbolta til þess að fá að vera áfram inni. þá er mikið sagt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli