mér finnst mjög ósmekklegt af forríkum fyrirtækjum og stofnunum að vera að senda fátæku fólki reikninga um hver mánaðarmót. þá ætti amk að vera til happdrætti hjá þeim þar sem í hverjum mánuði myndu 100 manns sem eru með undir einhverjum mörkum í heildartekjur fjölskyldu, fá strokaðar út skuldir sínar þann mánuðinn. þetta ríka lið munar ekkert um svoleiðis smápening. ég væri hins vegar alveg til í að sleppa við eina og eina skuld endrum og eins. nú skulda ég td. bankanum, lánasjóðnum, íbúðarlánasjóði og mömmu. svo þarf að borga rafmagnið og hitann, símann,fótboltaæfingar frumburðarins, dagmömmuna, visakortið, tryggingarnar og leikjanámskeiðin. í ofanálag er dreginn af mér skattur sem má þá teljast til enn eins kostnaðarliðarins. sem minnir mig á það...bíllinn minn er í viðgerð...það kostar líka.
ég hreinlega næ ekki utanum þetta alltsaman.
mánaðarmót eru grimm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli