mánudagur, janúar 24, 2005

í dag hef ég af útskýranlegum orsökum borðað tvær samlokur úr svonefndri flugteríu á reykjavíkurflugvelli. hef þó hvorki flogið innanlands né til grænlands. þannig vill semsagt til að ég þekki mann sem þekkir mann sem mann þekkir mann sem vinnur í áðurnefndri teríu og einhverra hluta vegna þegar ég vaknaði í morgun voru nokkrar samlokur nefndar eftir áðurnefndri teríu í ísskápnum mínum. kippti einni með mér í nesti í vinnuna og hóf átið í hádeginu. í lokunni reyndist vera mestmegnis soðinn kjúklingur....bðeeeee ... ég er ekki hrifin af soðnum kjúklingi. eftir að hafa pínt ofaní mig slatta af jukkinu ákvað ég að skafa fjandans kjúllann af. lauk svo hádegisverðinum með eintómu brauði með smá sinnepssósu og einni og einni ræfilslegri tómatsneið.
leið svo dagurinn.
er heim kom var ég að farast úr hungri og eins og hungraðir eiga til að gera rauk ég beinustu leið í ísskápinn þar sem við mér blöstu systur kjúklingasamlokunnar sem hafði reyndar verið langloka.
í hungurvímu hóf ég að lesa á merkimiða pakkninganna og ekki leist mér mikið á innihaldið. af ýmsu slæmu ákvað hungrið í mér að kippa út samloku með rækjusalati. henni tróð ég síðan í mig ásamt glasi af léttmjólk og losnaði samstundis við ónotatilfinninguna sem fylgir hungri. ég hefði þó betur gert það sem ég geri venjulega, en það er að fá mér eina venjulega brauðsneið með osti og gúrku. ég hef þó mér til málsvarnar að það gerist ekki nema einstaka sinnum á áratugi að ég á smurðar sjoppusamlokur í ísskápnum og gamla freistingartröllið í félagsskap hungursins eru ekki klókir kauðar. nema hvað.... síðan ég át rækjusalatssamlokuna eru nú liðnar uþb 4 klukkustundir og mér er enn hálf bumbult. reyni að hugsa sem minnst um mat. er eitthvað ómótt. reyni að dreifa huganum með því að blogga... kannski ekki besta ráðið að blogga um rækjusalatið. get ekki hætt að hugsa um það. gæsahúð, hrollur og kaldur sviti. ég var búin að gleyma hvað majónes er ógeðslegt. og rækjur syndandi í því með harðsoðnum eggjum. majónes. ég hef ekki einu sinni lyst á kvöldmat. agh
best að fara að hugsa um eitthvað annað...
mæli amk ekki með samlokum af reykjavíkurflugvelli, jafnvel þó þær birtist ókeypis í ísskápnum ykkar.

Engin ummæli: