ponta kallast stundum púlt
mikið ræðast roggnir
gjarnan þykir frekar fúlt
er hálsar eru hoggnir
fornaldanna fríska fljóð
maría mun semja
lágkúrulegt lítið ljóð
er örvitarnir emja
æfi ég hér höfuðstaf
stuðla rím og ræðu
játa að mitt jakkalaf
veldur mörgum mæðu
heyrnatólin höfðum á
gólið úr þeim glymur
tattalattar* til og frá
foringinn er fimur
(*tattalattar eru kakkalakkar eins og siggi vinur sonar míns kallaði þá þegar hann var 4 ára og gat ekki sagt k)
(lokaerindi version 1)
hér með lýkur ljóðastund
þar og með ég þagna
spurning um að skreppí sund
því munu margir fagna
(lokaerindi version 2)
hér með lýkur ljóðastund
úr bloggheimum ég bregð mér
nú kannski hefur lést þín lund
og skríllinn jafnvel skemmt sér
(lokaerindi version 3)
hér með lýkur ljóðastund
eigi alltof fyndin
góða mamma útá grund
ég pissa uppí vindinn
nei hættu nú alveg....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli