ég er yfirhöfuð almennt alltaf í góðu skapi. svo sest ég niður og ætla að blogga.
er ég haldin bloggleiða? og ef svo er, hvað er hægt að gera við því?
ég minni mig svolítið núna á þegar hún systir mín tók sér pásu hér um árið eftir að henni þótti bloggið opinbera hið endalausa tilgangsleysi tilverunnar og hversu ótrúlega ómerkilegir og litlausir dagarnir eru í raun og veru. er skammdegið farið að skríða inn í beinin á mér? er kominn tími á róttækar breytingar? eða kemur kannski málinu við sú staðreynd að ég er á túr...?
veit ekki en mig er alveg að hætta að langa til að skrifa. finn hvergi þennan náttúrulega talent og þessar ósjálfráðu sögur og persónur sem rithöfundar virðast vera úttroðnir af...algerlega ósjálfrátt og endalaust.
neibb...finn það ekki.
hmmm.... meðalmennskukrísa? raunveruleikasjokk?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli