hið ótrúlega hefur gerst. ég sofnaði í vinnunni.
sem betur fer gerðist það í frímínútum og inni á kennarastofunni þannig að það er ekki eins og bekkurinn hafi séð mig, en ég lagðist aðeins í sófann og lagði aftur augun eitt augnablik. vissi ég svo ekki af mér fyrr en skrifstofukonan pikkaði vinsamlegast í mig og spurði mig hvort ég ætlaði ekki í tíma. allir kennararnir sem höfðu verið þarna í kaffi þegar ég lagði mig höfðu þá greinilega læðst út á meðan ég svaf og höfðu ekkert fyrir því að vekja mig og láta mig vita að frímínúturnar væru liðnar.
sem betur fer voru ekki fleiri en 10 mínútur búnar af tímanum og sem betur fer er ég með óskaplega þroskaðan bekk í dag og sem betur fer er ég bara að sitja yfir þeim en ekki að kenna þeim og sem betur fer er ég ekki ennþá sofandi.
á leið minni út í stofu kom ég við í gosdrykkjasjálfsalanum og keypti mér koffín.
nú vona ég bara að ég sé ekki með rauða svefn-krumpu einhverstaðar á andlitinu.
mikið assgoti var nú samt gott að fá smá blund...
ég skelli þreytu-sökinni alfarið á agötu kristí. the crime novelist did it
Engin ummæli:
Skrifa ummæli