fimmtudagur, janúar 06, 2005

við systur vorum eða erum í hugmyndaleysi gagnvart blogginu. þannig hljómum við allaveganna þegar við tölum saman. þó er tæpast að finna hugmyndaleysi þegar kemur að bloggsíðu dömunnar atarna enda rúllast teljarinn hennar upp og stendur á mörgum þúsundum á meðan minn er í tæpt ár að rúllast upp um hundraðið, og þá er meðtalið allt sem ég geri sjálf. (þessi skrif voru í boði innbyrgðrar afbrýðisemi)
nema hvað, daman atarna er líka stundum kölluð lóa. hún vill þó helst láta kalla sig hlín. hér með er því komið á framfæri.
hlín er semsagt litla systir mín og er þar mjög merkileg vera á ferð. hún fékk ekki þessi stóísku róargen sem ég erfði frá föður okkar og þar af leiðandi á hún auðveldara en ég með að valsa upp og niður tilfinningaskalann. ég hef hana þó reyndar grunaða um að hafa gaman af klikkinu í sjálfri sér og líka af því að kvarta yfir ástandinu í lífi sínu. mikið kvart gerir reyndar það að verkum að hún er alltaf yfir sig ánægð og upptjúnnuð þegar allt gengur vel og góðir hlutir gerast. að sama skapi tekur kvartið við aftur þegar ekkert hefur gerst spennandi í uþb 2 daga. sem leiðir okkur að öðru þema en það er tími og tímaskyn. hlín býr ein. hún á samt svo marga vini og kunningja að ég fæ stundum á tilfinninguna að hún sé mun uppteknari en ég, tveggjabarnamóðirin. ætli það að vera upptekinn sé ekki afstætt hugtak...
nema hvað, hún gerir eitthvað á hverri helgi og yfirleitt lendir hún í mun fleiri en einni uppákomu. hún lendir í allskonar mis-furðulegum samkomum og á samneyti við mis-furðulegt fólk. hún vinnur á frekar líflegum vinnustað og á frekar lífleg systrabörn sem henni er velkomið að passa hvenær sem hún vill. sérstaklega ef hún vaskar alltaf upp þegar hún fær að passa...hehehe...
en semsagt ef það líða margir dagar þannig að allt sé á fullu hjá hlín verður hún þreytt og vill helst liggja heima í náttfötum og lesa og teikna. fái hún hinsvegar meira en tvo daga til þess að njóta sjálfrar sín og einverunnar leggst hún í þunglyndi yfir því að ekkert sé að gerast í lífinu, hún komin á þennan aldur og allir í kringum hana með börn og maka. fyrir hönd okkar sem eigum börn og maka vil ég að komi fram að við værum stundum alveg til í að skipta um hlutverk og vera ein.
nema hvað, þetta eru semsagt hugrenningar mínar um systur mína. hún sagði mér sjálf að blogga um sig þannig að ég er ekki hér í óþökk neins.
niðurstaðan er sú að hún er sæt og fín (með nett brenglaða sjálfsmynd), fyndin og skemmtileg (nema þegar hún er í fýlu) og það er alltaf spennandi að fylgjast með því hvað verður krísa au´jour.
muahahaha

Engin ummæli: