þriðjudagur, janúar 04, 2005

kæru matvöruverslunareigendur.
hér með óska ég eftir því að ljósmynd af sjálfri mér verði hengd upp við öll afgreiðsluborð allra verslana ykkar og starfsfólkið verði látið vita að ef það lendir í að afgreiða mig megi það undir engum kringumstæðum samþykkja að selja mér kexpakka, súkkulaðirúsínur, hraunbita eða súkkulaði í neinni mynd. að auki yrði þeim bannað að selja mér gosdrykki sem innihalda sykur, smákökur, stórkökur eða vörur með miklum rjóma eða háu fituinnihaldi.
ég er vopnuð debetkorti og stórhættuleg sjálfri mér.

með fyrirfram þakklæti fyrir hjálpina,
hryssa hjálmtýs

Engin ummæli: