miðvikudagur, janúar 26, 2005

hin íslenska oprah. lenti óvart í endanum á þættinum hennar. get ekki sagt að ég sé að upplifa sjarmann. ætli það sé ekki að einhverju leyti sökum þess að við virðumst vera á sitthvorum endanum á áhugasviðs- og húmorsskalanum. þekki blessaða konuna svosem ekki neitt og get þar af leiðandi ekki fullyrt nokkurn skapaðan hlut um hana eða hennar tilveru, en þetta er svona kryppa sem ég er með. eða ætti ég kannski frekar að segja tilfinning...
nóg um það.
djöfull er til mikið af hræðilega ógurlega ógeðslega viðbjóðslega lélegum íslenskum auglýsingum. margar góðar líka en aðrar margar hreint út sagt ömurlegar.
útlensku hreinsiefna og dömubindaauglýsingarnar með íslensku tali eru ekki mikið skárri. það er ein always með vængjum karnival í ríó dömubindaauglýsing sem er í gangi núna. vill einhver vinsamlegast segja mér hver réði dansgaurinn í bleiku skyrtunni í þetta hlutverk?

Engin ummæli: