ég sit hér við afgreiðsluborðið með kertastjaka á brjóstunum fyrir framan mig. þá á ég við að fyrir framan mig er kertastjaki með ber brjóst. ekki perraleg svona maxim´s brjóst heldur svona leirlistakonustílsbrjóst. skrýtin þriggja hæða brjóst. með holu. skil ekki alveg þennan blessaða leirlistaverkskertastjaka. skiptir svosem ekki máli. ég er líka með bláa svona þunna læknishanska á höndunum. fann fullan kassa af þeim oní skúffu og þar sem ég gat ekki fundið í heila mér rökrétta útskýringu á tilkomu þessara vettlinga, ákvað ég að þeir væru ætlaðir til skrifstofustarfa. og þar með er ég nú að vélrita (á græju sem er samt engin vél) með bláum einnota latex-hönskum.
einhverra hluta vegna horfði klappstýran sem kom hingað inn áðan undarlega á mig. ætli brjóstin á kertastjakanum fari fyrir brjóstið á henni?
pappírssulta sagði raungreinakennarinn. paper jam. svo varð hann skrýtinn á svipinn. ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftirá að ég sýndi nákvæmlega engin viðbrögð við brandaranum. hann hefði sennilega fengið meiri viðbrögð frá mér hefði hann sagt klukkan er að verða tvö. eftir að hafa ígrundað viðbragðaleysi mitt komst ég að þeirri niðurstöðu að mér hefði orðið óglatt af að þykjast hlægja einn eina ferðina að þessu djóki. það er ekki lengur fyndið að segja pappírssulta. pappírssulta er ekki fyndin. það er bréfasulta sem er fyndin. bréfasulta... tíhí
brjóst á kertastjaka. fruff...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli