sunnudagur, júní 10, 2007

afmæliskvöldmaturinn tókst vel. eiginkonurnar og sú fráskilda voru yfir sig hrifnar af eftirréttunum mínum, sérstaklega ávöxtunum með súkkulaði og marens og þeyttum rjóma. hver yrði svosem ekki hrifinn af slíku gumsi? en fyrir þeim var þetta amk nýjung og ég voða stolt eftirréttagerðarkona.
svo var drukkið og slúðrað og hlegið. einkaþjálfarinn (hann er víst í alvöru einkaþjálfari), kærasti hinnar fráskildu er núna heitasta umræðuefnið. hann drullaði algerlega uppá bak á föstudagskvöldið og kom sér sjálfur í þá stöðu að eiginkonurnar nota hvert tækifæri til að blaðra um hann. hann kom nefnilega rétt fyrir miðnætti þegar við vorum nýkomnar í stuð, til þess að sækja afmælisbarnið því að honum leiddist svo að vera einn. og hún hlýddi og fór úr eigin afmæli. eiginkonurnar urðu svo yfir sig hneykslaðar að þær hafa varla gert annað en að tala illa um kauða síðan. og líka hvað hún sé mikill kjáni að njóta sín ekki í einhvern tíma svona nýskriðin útúr hjónabandi áður en hún fer að láta annan gaur negla sig niður.
nema hvað...
í gær fór ég með nágrannasvilkonunni í heimsókn til kaupóðu svilkonunnar og þar mátaði ég og mátaði og mátaði föt. kom heim með svartan ruslapoka troðfullan af fötum. núna er fataherbergið mitt fullt. eða svona næstumþví. ekki alveg samt.
þrátt fyrir allt það sem ég fór með heim sér ekki á fataskápunum og skúffunum hennar. það er ennþá jafn troðið. en ég er örugglega hundrað þúsund kallinum ríkari í fötum.

munið þið eftir nágrannanum með geirvörturnar fjórar?
ég á annan skrýtinn nágranna. hún loreto sem býr við hliðina á mér er semsagt mamma nýrnaveika drengsins hans diego. hún er þrjátíu og sjö ára og hefur kúkalabbahúmor sem er alveg mér að skapi. okkur kemur mjög vel saman.
nema hvað... hún er með einhverskonar svefnsýki sem lýsir sér í því að í hvert skipti sem hún verður mjög reið eða æst eða fer að hlæja... þá sofnar hún.
hún heldur reyndar alveg meðvitund en líkaminn hennar fer bara að sofa. þess vegna situr hún mikið af því að ef hún fær hláturskast standandi þá dettur hún bara niður eins og klessa.
það er ógeðslega gaman og fyndið að segja henni brandara og hlusta á hana bulla. þegar hlutirnir fara að verða fyndnir leggst hún framá borð eða hnén á sér og sofnar. hlæjandi. svo smám saman lyftist hún upp aftur en yfirleitt svolítið skökk í framan, svona eins og þegar maður er að vakna allur linur.
maðurinn hennar skammast sín því hann segir að hún verði svo ljót í framan þegar hún hættir að hlæja. mér finnst hann vera asni að segja það.

eitt enn áður en ég fer. ég veit ekki hvort þið vissuð það en hér í mexíkóborg er til alvöru ofurhetja. hann heitir super-barrio og er með svona glímukappagrímu, er í rauðum og gulum þröngum galla og með skykkju.
ég er að hugsa um að gera bíómynd um kauða. hann er algerlega magnaður, og það besta er að lágstéttarfólkið sem hann hjálpar (stendur tildæmis fyrir þegar á að bera einhvern út úr húsnæði og svoleiðis), trúir í alvöru á hann. hann er svona hetja fjöldans mætti segja.

en nú er ég farin að borða alvöru tacos.
bið að heilsa heim í heiðardalinn heiðdalinn og heim í hraðbraut.

Engin ummæli: