föstudagur, júní 01, 2007

vinur fráskildu konunnar lítur út eins og einkaþjálfari. hún er fíngerð, bláeygð með rauðleitt hár og svo hvít að nicole kidman lítur út eins og svertingi í samanburði. hún er sko af spænskum ættum en fædd og uppalin hér. vinurinn er hávaxinn og meðal-dökkur. með stóran brjóstkassa og handleggi sem leggjast ekki alveg niður með hliðunum á honum út af vöðvum. mjög skipulagt rakaða skeggbrodda og gel í hárinu sem krullast aðeins upp í hnakkanum. í gær var minn maður í þröngum gallabuxum og skyrtu. sem er varla í frásögur færandi nema af því að hann var í bláum krókódíla kúrekastígvélum og með belti í stíl. undir fráhnepptri skyrtunni glitti í rakaða bringu og gullhálsfesti.
ég held ég geti dáið.

svo segi ég frá konunni sem eldar fyrir mig síðar... núna er hún að elda. og tala.

Engin ummæli: