laugardagur, júní 02, 2007

flugur. ef eldhúsið er ekki fullkomlega hreint koma flugur. venjulegar svartar húsflugur.
ég hef ekki orðið vör við moskítóflugur. ætli það sé ekki vegna veðurfarsins. þær eru svo hamingjusamar í hita og raka.
ég er ekki hamingjusöm í hita og raka. ég er ekki moskítófluga. ég þoli ekki moskítóflugur.

mágurinn og svilkonan flugu í gær til las vegas til að halda uppá fertugsafmæli mágsins. við makinn keyrðum þau inn í borg á flugvöllinn. flugvöllurinn var einu sinni í útjaðri borgarinnar. mexíkóborg er búin að gleypa hann svo að í dag er hann næstum því í miðbænum. góð staðsetning.
í gær voru tólf kröfugöngur víðsvegar um höfuðborgina. tólf kröfugöngur í sex-milljón-bíla-borg virka stíflandi. þyrlur flugu yfir öllu og við hlustuðum á útvarpið segja okkur hvar væri best að fara um og hvar væri ómögulegt að komast áfram. helstu götur borgarinnar voru eins og risavaxin bílastæði. fólk sat sveitt og pirrað undir stýrum sínum og farandsvaladrykkjasalar slógu sölumet inn á milli bílanna.
við lentum sem betur fer ekki inní verstu stíflunum (enda dugleg við að hlýða útvarpinu) svo að ferðin varð ekki eins óbærileg og hún hefði getað orðið.
svo komum við aftur til metepec og svei mér þá ef ég kann ekki enn betur að meta þennan bæ eftir stórborgarheimsóknina í gær. hér er hreinna, hér er himininn blár (ekki brúnn), hér heyrist fuglasöngur, hér eru börnin úti að leika, hér er fólk afslappað og hér eru ekki umferðarstíflur. og hér verður ekki eins heitt og niðri í dal (þar sem mexíkóborg er).

nema hvað, nú er ég í laumi að passa loreto, konuna við hliðina á mér því svilkonan bað mig um að vera dugleg að fylgjast með henni og finna uppá einhverju að gera svo að hún missi sig ekki í áhyggjum. eftir nokkra daga á að gera einhverskonar kirtlaaðgerð á nýrnaveika syninum og hún hefur eðlilega miklar áhyggjur því hann er svo veikburða. við ætlum að spila spil í kvöld og kannski fá okkur eins og eitt stykki bjór með.

ps. leiðrétting á röðun íbúanna í hús...ég er búin að vera að átta mig betur á þessu undanfarið.

1. hollendingurinn erik og fjölsk.
2. mágurinn, svilkonan og synir.
3. lizzy hin fráskilda, synirnir tveir pablo (3ja) og jorge (4ra) og að því er virðist miguel vinurinn líka
4. annette, tómas froskur og jú þau eiga víst son, tómas jr. sem er eins og lítill froskur.
5. corina og luis og nýfædd dóttir. corina er með mikið krullað hár og er voða glaðleg en nú eru allir hættir að tala við hana nema annette eftir að corina sendi nágrönnunum bréf þar sem hún óskaði eftir ,,einungis nágrannalegum samskiptum".
6. ?
7. ivonne einhver og fjölsk. þekki ekki til.
8. moi
9. loreto, fefu, diego og lorenzo (sem eru synirnir)
10. flanders fjölskyldan
11. gaby, maðurinn með geirvörturnar fjórar og litla dóttirin
12. veronica, rori og isabella (dóttirin). veronica er jafn gömul og ég. dóttirin er tæplega 2ja.
13. fabiola, pepe, patricio (sem er spastískur) og ivana sem er fimm ára vinkona dóttur minnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]free casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/best-online-casinos/]online slots[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/craps/index.html]casino online[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=30]condoms[/url]