föstudagur, júní 01, 2007

gaby er ein af nágrannakonunum. hinar þola hana fæstar, enda er hún snobbuð og hálf fúllynd eitthvað. maðurinn hennar er indæll, lágvaxinn og feitur með svartar krullur. þau eiga tæplega eins árs gamla dóttur sem er alveg eins og pabbinn. lágvaxin, feit og með svartar krullur. ég vona samt að hún sé ekki alveg alveg eins og hann vegna þess að hann er með....... tatararamm.........haldið ykkur nú fast....
FJÓRAR GEIRVÖRTUR!
(hann hefur sýnt þær á fylleríi svo að ég hef vitni)

jube, konan sem eldar fyrir okkur er lágvaxin, dökk og með sítt svart hár. hún hætti í skóla þegar hún var sjö ára og byrjaði að vinna níu ára til að hjálpa mömmu sinni að eiga í og á yngri systkini sín. í dag er hún fertug, fráskilin, fimmbarna móðir sem fer á milli húsa og eldar og þrífur. hún eignaðist fyrsta barnið sitt sautján ára með fyrrverandi manninum sínum sem er leigubílstjóri. leigubílstjórar í þessu landi eru ekki fínn þjóðflokkur. maðurinn hennar jube (borið fram húve), var víst rosalegur macho, úti allan daginn að keyra og haldandi framhjá henni. kom svo heim og heimtaði mat og hrein föt og lamdi konuna sína í buff ef þannig lá á honum.
mér finnst hún kúl að hafa hent honum út. hún sagði að það hafi frekar verið útaf því að hann hélt framhjá henni en af því að hann lamdi hana. indíánakonur eru frekar illa upp aldar í þessum málefnum. en nú er hún glöð. á kærasta sem fær ekki að búa heima hjá henni svo að hann fari ekki að vera leiðinlegur, vinnur sér inn sína peninga (karlinn leyfði henni aldrei að vinna) og hittir uppkomnu börnin sín þegar hún á frí. jube sagði mér að henni þætti gaman að vinna inni hjá fólki því þar fær hún að vera fluga á vegg og hún veit vel hvað er að gerast á hverju heimili. hún segir fátt en hlustar vel. hún talaði reyndar mikið hjá mér því ég var svo forvitin um hana, en yfirleitt er hún bara látin í friði. henni þykir gaman að tala.
mér líka. og nú erum við jube vinkonur. hún hló dátt að vankunnáttu minni í eldhúsinu og ég held að hún líti á mig sem hálfgert hjálparstarf.

síminn er kominn í lag. heimasíminn minn er (0052-722)-344-0301. ég man ekki ennþá gemsanúmerið mitt. þegar síminn hringir ofaní töskunni minni eða vasanum syngur hann ,,hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur. ég er orðinn leiður á að liggja hér...osfrv". ég glotti í hvert sinn sem hann hringir. verst að engin annar skilur brandarann...

Engin ummæli: