sunnudagur, júní 17, 2007

ég hef aldrei haldið trúarbrögðum neitt sérstaklega að börnunum mínum. eitthvað hefur þó verið um að ömmurnar stundi slíka iðju.
rétt áðan lá ég við hlið 4 ára síðburðarins sem átti að loka augunum og munninum og fara að sofa. allt í einu og aldrei þessu vant spennti sú litla greipar og horfði uppí loft. svo byrjaði hún að tala...
,,elsku guð. þakka þér fyrir að passa lóu og járna og ömmu og afa og auðun og valborgu og langömmu og alla hina sem ég þekki á íslandi. þakka þér líka fyrir að passa dótið mitt og alla hina hlutina í skúrnum. viltu passa að enginn steli bílnum okkar. og viltu finna hús þar sem bara fullorðnir hafa átt heima svo að barnaherbergið verði mitt herbergi. viltu líka passa alla á barónsborg (öll nöfn kvenna og barna talin upp). viltu svo passa að langamma mín deyi ekki fyrr en ég er á íslandi. ég vil bara að hún deyi aldrei því hún er svo góð. hún gefur mér alltaf nammi. mér finnst leiðinlegt að langamma maja og langafar mínir eru dánir. ég myndi vilja að þau væru ung svona eins og mamma og pabbi og emil. segðu lóu að hún eigi að flýta sér að koma hingað til mín og járni líka og hrafnhildur og hulli og allir sem eiga heima með lóu. og amma og afi því þau eru svo góð. ég veit að guð hlustar á mann á næturnar og daginn og alltaf og hann hlustar á hjartað manns. þar eru karlar sem eru í hjartanu og maganum og búa til piss og kúk og svona og þeir vita alveg hvað maður vill svo guð má hlusta á hjartað mitt. góði guð. bæ. að eilífu amen. bæ."

besta bæn í bænum.

Engin ummæli: