fimmtudagur, júní 07, 2007

var ég búin að skrifa í dag? ég man það ekki. tíminn líður svo hratt.
í gær fór ég með síðburðinn til læknis því hana sveið við að pissa. blöðrubólga hét það á mínu heimili. núna er hana hætt að svíða því hún fékk meðal.
frumburðurinn er búinn að vera í skólanum alla þessa viku til að fá að vita hvernig hann stendur miðað við jafnaldra sína. hann þarf að læra nokkur grunnatriði í spænskri málfræði í sumar og smá slatta úr sögu mexíkó. hann er fínn í stærðfræði og enn betri í ensku. hann er líka voða feginn að þurfa ekki að vera með yngri krökkum í bekk, enda erfitt að missa kúlið þegar maður er að verða 12 ára.
tólf ára... talandi um að tíminn líði hratt...

núna er ég ringluð.

Engin ummæli: