miðvikudagur, júní 27, 2007

var að bæta stínu við tenglalistann minn. ég held amk að þetta sé sú stína sem ég held. annars var ég bara að bæta einhverri stínu við... en það skiptir sosum ekki miklu.

í dag fór ég snemma með svilkonunni og yngri syni hennar, þessum óþolandi, börnunum mínum, loreto í næsta húsi og sonum hennar inní borg. við byrjuðum á því að fara með óþolandi krakkann til læknis. svo eyddum við deginum í verslunarklasa, á veitingastað og í bíó og enduðum með því að fara með nýrnaveika drenginn til læknis.
ég kom heim með hausverk eftir að hafa haft óþolandi drenginn fyrir aftan eyrað á mér alla leiðina heim. hann talar og talar og talar og talar. og ef hann er beðinn um að hætta að tala þá talar hann meira. og þessi rödd..... ó þessi rödd... ég gæti dáið. hún nístir merg og bein. nýrnaveiki drengurinn sat við hliðina á mér og andaði vondri lykt. enda nýbúinn að missa hálskirtlana.
hausverkurinn var samblanda af hávaðamengun og andfýlu.
mikið líður mér vel að vera komin heim.

Engin ummæli: