laugardagur, júní 23, 2007

púslið er alveg að verða búið. bara erfiðustu bitarnir eftir.

ég hjálpaði við vöruskráningu í litlu gæludýrabúðinni í dag. skjaldbökur eru ógeðslega fyndin dýr. síðburðurinn sprangaði um búðina með græna eðlu á hausnum. ég er ekki viss hvort eðlunni hafi verið jafn skemmt. eðlur eru friðsemdardýr. samt ekkert tengd blessuninni henni friðsemd.
á bakvið búðina fann ég lítinn garð fullan af trjám. þegar ég skoðaði betur í kringum mig sá ég að þetta voru ávaxtatré. á þeim uxu lime, ferskjur, plómur og ýmislegt fleira sem ég kann ekki að nefna. þarna voru líka brómber. síðburðurinn lagðist á beit enda mikil ávaxtamanneskja. sem er gott.

frakkland, semsagt konan sem heitir frakkland (francia) kom í heimsókn og heimtaði að búa til stjörnukort fyrir mig. ég er ekki mikil stjörnuspekimanneskja en hún heimtaði. og ég settist og hlustaði...enda hlýðin. í kortinu kom fram að ég er voða einföld. ekki heimsk einföld heldur bara svona ,,what you see is what you get". svo sagði hún mér að ég væri gáfuð. það vissi ég svosem... enda gáfuð...hehehe....
stjörnuspeki já. ég þekki strák sem les alltaf stjörnuspána sína og lifir eftir henni. hann er yfirmáta trúaður og vinstrisinnaður í hjarta sínu. hann hefur gaman af miðilsfundum, tarotspilum og lófalestri. það fyndnasta við þetta allt er að hann er stærðfræðikennari. stundum kallaður siggi stæ. ég sem hélt að raungreinafólk væri ekki svona andlega sinnað...

góða helgi amigos.

ps. getraun dagsins. hvað þýðir rompecabezas?

Engin ummæli: