þriðjudagur, júní 19, 2007

hér sit ég klukkan fjögur um nótt með stírurnar í augunum og er að fara að skila verkefni. þannig er nefnilega mál með vexti að ég er í fjarnámi við khí og í dag, nánar tiltekið núna, sitja samnemendur mínir í hlíðunum og eru að fara að svara sömu spurningu og ég. til þess höfum við 35 mínútur sem eru við það að hefjast.
svo fer ég aftur að sofa.
mér þykir mjög erfitt að vakna svona um miðjar nætur.
annars tókst aðgerðin á diego mjög vel. læknirinn hafði aldrei séð svona stóra hálskirtla áður. hann kemur heim á eftir.

jæja, ég er farin í skólann....

búin að skila. farin að sofa. góða nótt.

Engin ummæli: