þriðjudagur, júní 05, 2007

ekki skánar kvefdjöfullinn. ég lít út eins og sjórekið lík og líður litlu betur.
flestar nágrannakonurnar eru búnar að koma í heimsókn með bestu kvefmeðulin úr lyfjaskápunum sínum. þær vorkenna mér hrikalega og vilja mér greinilega allar vel. nema auðvitað að þær séu með subbulegt plan í gangi um að eitra fyrir mér með öllum kvefmeðulunm sem eru kannski rottueitur eða þaðanaf verra og svo hyggjast þær taka manninn minn og afkvæmin í gíslingu eftir að ég hrekk uppaf með froðu í munnvikunum. enginn mun leita að mér fyrr en eftir langan tíma því að fjölskyldan mín og vinir eru langt í burtu og fjölskylda makans áræðanlega með í ráðum um að losna við mig.
kannski hafa þau líka borgað jube fyrir að eitra smám saman fyrir mér í gegnum eldamennskuna... ég varð kvefuð eftir að hún eldaði fyrir mig í fyrsta skipti... aha.
þetta er strax farið að tengjast saman. svo er sonur mágsins sendur yfir til að eyða orkunni minni og hrinda mér hraðar yfir grafarbakkann. hann er að verða fjórtán ára strákkvikindið atarna og ég hef þekkt hann síðan hann var bumba á mömmu sinni. hann er eina barnið/ungmennið í heiminum sem ég hef hreinlega aldrei getað haft gaman af.
undirförull og grimmur... kæmi mér ekki á óvart að hann hafi verið að koma einhverju fyrir til að losna við mig áðan þegar ég staulaðist niður í eldhús og fann rassinn á honum standandi útúr eldhússkáp. hann sagðist vera að leita að chili-hnetum til að fá sér. ég sagði honum að honum væri velkomið að spyrja hvort ég ætti og væri til í að gefa honum hnetur ef hann langaði í. honum væri hinsvegar ekki velkomið að róta og gramsa í skápum hjá mér eins og hann ætti þá. hnetur smetur.... lygi. þau eru öll að reyna að drepa mig...

Engin ummæli: