miðvikudagur, júní 20, 2007

það er mjög mikilvægt að njóta lífsins og alls þess sem það hefur uppá að bjóða.
dönskukennarinn skrifaði mér um daginn að ég hjálpaði við að minna fólk á að taka sig ekki of alvarlega. mér þótti vænt um það. það skiptir nefnilega rosalega miklu máli að festast ekki í því hversdagslega og setja hluti uppá eitthvað plan sem þeir þurfa ekki að vera á. það er líka óhollt að vera reiður. reiði er orkusóun, sérstaklega ef maður bítur hana í sig lengi.
málið er að hafa gaman af lífinu. og lifa því vel.

það er sorglegt þegar fólk deyr ungt. hér í mexíkó hafa margir grátið í kvöld yfir stúlku sem dó ung. hinumegin við hafið.

fólk sem deyr ungt minnir okkur hin því miður á hversu dýrmætt lífið er og minnir okkur á að vera þakklát fyrir það sem við höfum.
ég er þakklát fyrir ykkur öll og mér þykir óskaplega vænt um ykkur og að þið nennið að lesa nöldrið í mér.

grátstafur í kverkunum...

Engin ummæli: