miðvikudagur, maí 19, 2004

frumburðurinn hringdi í mig í gær og tilkynnti mér að hann þyrfti ekki að mæta í fleiri tíma í tónfræði. ,,nú, hvernig veistu það?" spurði ég. ,,ég fór bara í tónlistarskólann og spurði hana þarna konuna sem veit allt og hún sagði mér það."
ég er að hugsa um að láta hann kynna mig fyrir konunni sem veit allt. hún mun þurfa að svara ansi mörgum spurningum, ó já. skrýtið að enginn skuli hafa auglýst þetta fyrirbæri áður, hún gæti orðið forrík blessuð konan. ,,spyrjið konuna sem veit allt, aðeins 1000 krónur spurningin!!"
Ég myndi amk. splæsa á einar þrjár. Reyndar þyrfti ég að hugsa þær ofsalega vel áður til þess að nýta þær sem best og fá sem mest útúr svörunum. Það krefst útsjónarsemi.

annars er allt gott að frétta. fundargögn fyrir ársfundi 1 og 2 eru tilbúin, blaðabunkinn á vinstri hönd hefur minnkað, gulu miðunum á tölvunni hefur fækkað og það eru glæný hefti í heftaranum. merkilegur assgoti hvað mánuðurinn hefur annars liðið hratt miðað við að ég hef sosum ekki gert neitt merkilegt (ef bílþjófnaður er ekki talinn með).
síðburðurinn er að losna við hóstann, horið og eyrnabólguna og frumburðurinn fer fljótlega í sumarfrí. úff, enn eitt sumarið til að púsla saman. einhvernvegin bögglast þetta nú samt alltaf allt. eða eins og argentínumaðurinn sagði á hard rock í london: úr einhverju rassgati mun koma blóð.

Engin ummæli: