fimmtudagur, maí 27, 2004

tabula raza, ergo og status quo. orð sem hafa alltaf þvælst fyrir mér og ég hef ekki enn náð að graspa almennilega. ég veit hvað þau þýða, en finnst þau samt ennþá asnaleg. það er eitthvað kjánalegt við latínu (eða er þetta ekki annars latína?). ég var einu sinni með asnalegan latínukennara og hef í raun aldrei borið þess bætur. það gæti verið ástæðan fyrir ónota-kjánatilfinningunni sem ég upplifi þegar fólk slær um sig með svona orðum. ég tel latínu vera fyrirbæri sem einhverra sagnfræðihluta vegna er snobbað fyrir og uppskrúfað, og ég er með fóbíu fyrir uppskrúfun. ég er eiginlega frekar niðurskrúfari. ég á afskaplega erfitt með að höndla formlegheit, sbr. tungumál háttvirtra fundarmanna oþh. ég fæ hláturskast í kirkjum (eins og áður hefur komið fram) og get engan veginn skilið þau alvarlegheit sem grípa fólk við formfastar seremóníur. úff hvað ég yrði lélegur forseti. ég yrði þó kannski ágæt í stjórnmálum í bendewrikjen (lesist með gringo-hreim). þar þarf fólk greinilega ekki að hafa margt á milli eyrnanna til að komast langt. hmmm... nú var ég að fá hugmynd.
vote mawria chialmties

Engin ummæli: