miðvikudagur, maí 26, 2004

nú er ég spennt. segi ykkur eftir helgi af hverju ég er spennt. þá verð ég annað hvort kát eða græt. annað hvort eða, já eða nei, af eða á, of eða van (sem er reyndar aðeins annað) en þið fattið hvað ég á við, skiljið hvað ég meina, sjáið hvað ég er að fara, grípið um skaftið á mér og semsagt... já. mín öll í samheitaorðabókinni í dag. svei mér þá.
jebbelí.
svolítið fúlt þegar það er gaman hjá einum og ekki eins gaman hjá hinum. sérstaklega þegar einn býr með hinum og hinum gengur ekki eins vel og einum og hinn er ekki alveg jafn heppinn og einn. þannig er ástandið núna hjá mér, en ég er einn. hinn hefur fullt af orku og löngun til að gera alla skapaða hluti en einhvernvegin er erfitt að fóta sig á markaði og verða eftirsóttur. svo er lýjandi að vera fátækur, ég er nett lýjuð en ber meira jafnaðargeð, enda jafnaðargeðug mjög. hinn er ekki alveg jafn ligeglad, minni pollýönnublóð í æðum og sýnin aðeins dekkri en mín bjarta. það hefur allt áhrif.
en semsagt, ef einhver hefur uppástungur um starf, vinnu, verkefni og fleira fyrir alltmuligtmann með ljósmyndavél að vopni, endilega sendið mér línu á bleikar síður gestabókar minnar.
hjálpum atvinnuhungruðum.

Engin ummæli: