ég sá blindan mann ganga á vegg. ég sem hélt að blindir væru svo klókir við einmitt að fatta þegar það eru veggir fyrir framan þá. hann var ennþá með prikið undir handleggnum, sennilega ekki tilbúinn ennþá til að labba af stað, en var samt ekki alveg stopp. ég stóð inni í lyftunni sem hann var nýkominn útúr og fylgdist með honum aftanfrá. sá hann stefna á vegginn en gerði ráð fyrir þessu hindrana-skilningarviti blindra og vildi ekkert vera að móðga manninn með því að góla á hann að hann ætti að beygja til hægri. það hefði sennilega ekki verið móðgun, svona í retrospect, en hann mun sennilega aldrei komast að því hvort ég hafi snúið inn eða út í lyftunni, og þá því hvort ég hafi séð hann eða ekki. hún lokaðist áður en mér gafst ráðrúm til að hugsa, tala eða bregðast við. ég hugsa að ég hafi verið eins og spurningamerki í framan amk upp að 3ju hæð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli