þriðjudagur, maí 18, 2004

mæ ó mæ hvað þessi dagur leið hratt. ég sem lá í gærkvöldi gersamlega upptjúnnuð af kókakóla og hugsaði allskonar ruglumbull sem ég ætlaði svo samviskusamlega að skrifa niður hérna. og nú hef ég hvorki tíma né get munað hvað í skrattanum það var sem ég ætlaði að skrifa. það var samt örugglega skemmtilegt.
ætli það segi ekki ýmislegt um mig og mitt líf að ég skuli virkilega liggja og reyna að láta mér detta í hug hlutir til að skrifa um á blogginu mínu... he he..
en jæja, gefst upp á að þykjast vera eitthvað töff týpa.
ég hef verið að pæla svolítið í því hvernig ég er í samanburði við fólk (þá skoðað útfrá því hvernig aðrir skrifa á sambærilegum síðum). niðurstöður þeirra pælinga eru eftirfarandi: ég er ekki súrrealísk, hlaðin ótrúlegu ímyndunarafli, orðheppin og hnyttin með eindemum. ég er ekki pólitísk, uppfull af skoðunum um menn og málefni, drífandi eða fræg. ég er ekki vinamörg og hvorki svo óheppin né heppin að vera endalaust að lenda í skrýtnum og skemmtilegum uppákomum. ég er hvorki ráðagóð, rómantísk né krúttíleg og ég kann ómögulega að ljúga.
ja hérna.... mikið er frískandi að pilla svona utanaf sér það sem ég hélt/vildi/reyndi vera en er eftir alltsamant bara ekki neitt. ding! nýju þroskastigi er náð hér með í beinni á blogginu.
ég er bara svona og það er fjandans nóg fyrir mig. engin minnimáttarkennd hér. take it or leave it.

Engin ummæli: