ég biðst innilegrar afsökunar. þetta var allt mér að kenna. ég fann ástæðuna í gærmorgun í garðinum mínum og var ekki lengi að bjarga því sem bjargað varð. það slapp fyrir horn eins og sjá má í dag. ég vil þó enn og aftur biðjast fyrirgefningar og vona að þetta hafi ekki valdið ykkur of miklum óþægindum. ég veit að sjálf blótaði ég í sand og ösku áður en ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti sjálfri mér um kennt og hefði engan annan til að skella skuldinni á. ég hreinlega blygðast mín og skammast fyrir að hafa ekki tekið eftir þessu fyrr en þá hefði ég getað lagað málið strax og það hefði sparað ýmsum pirring og vonbrigði. ég vona bara að ég hafi ekki alveg rústað helginni fyrir ykkur. mikið þætti mér leiðinlegt ef ég hefði gert það, ég lofa að passa mig á því að svona lagað komi ekki fyrir aftur, amk. ekki heima hjá mér. kannski og vonandi hafa einhver ykkar getað gert gott úr öllu saman og haft það gott þrátt fyrir allt, ég veit að mörgum börnum fannst þetta bara fínt, en ef mér hefur tekist með þessari ófyrirgefanlegu yfirsjón að skemma ferðaplön og veisluhöld, þá á ég mér engar málsbætur.
en nú er ég sem betur fer búin að snúa skrattans hrífunni við og það er hætt að rigna.
afsakið
1 ummæli:
kaltak
Skrifa ummæli