fimmtudagur, maí 13, 2004

ég er að fara í fyrsta þrítugsafmælið í vinkonuhópnum í kvöld. ég er ekki í krýsu fyrir hönd annarra þannig að mér finnst eiginlega barasta ekkert mál að hún skuli vera orðin. sé enga breytingu. það er samt eitthvað við að verða það sjálf... get ekki útskýrt.
nú glotta sennilega þeir (ef það eru einhverjir) sem lesa þetta og eru komnir yfir í að vera þrjátíuogeitthvað eða meira. þetta verður ábyggilega ekki nokkur skapaður hlutur eftir alltsamant þegar að því kemur. mér verður örugglega slétt sama, skiptir engu máli og ég yngist upp ef eitthvað er (af því að hætta að hafa áhyggjur af því að verða þrítug). en svona verður fólk stundum að fá að velta sér uppúr ómerkilegum hlutum, blása þá svolítið upp fyrir sjálfum sér, gera þá merkilega og hafa fyrir því að hafa áhyggjur af rugli. ég tek svoleiðis syrpur af og til, finn mér bitastætt áhyggjuefni sem ég get bitið í mig og þjáðst yfir í svolítinn tíma. reyndar ætti þetta svo að stigmagnast þangað til allt springur og heimurinn verður ekki samur á eftir, en í raunveruleikanum líður tíminn bara og jafnvel hinar stærstu áhyggjur dofna, rofna og sofna (rím sko), þangað til ekkert verður eftir. hlutirnir leysast bara, ef þeir leysast ekki þá gleymast þeir, ef þeir gleymast ekki þá hætta þeir að skipta máli.
ergo: áhyggjur eru tímasóun.
annars finnst mér best að konan þarna í júróvisjón heiti ruslana.

Engin ummæli: