mánudagur, maí 17, 2004

ég hef mikið velt því fyrir mér hvort ég ætti að blogga um júróvisjón. nenni því eiginlega ekki lengur. ég er með helv...djö...andsk... gríska viðlagið svo fast á heilanum á mér að ég er alvarlega farin að íhuga að verða mér úti um hamar og nagla til að negla einhverju í hausinn á mér í von um að lagið hætti. þetta er ekki einu sinni gott lag for crying out loud. og ég ætla ekki að gera sykurpopparanum það til geðs að eyða bloggplássi dagsins í hann. reyndar var hann óttalegt augnakonfekt. mér sýndist þó ekki betur en að hann væri með skarð í vör (eða hefði verið með við fæðingu) þegar hann var sýndur í close-up úr græna herberginu (sem ég sá ekkert grænt við).
en nóg um það... bölvað nöldur alltaf hreint í manni...
þá held ég að það verði skömminni skárra að lesa mig ef ég færi að skrifa um eitthvað sem skiptir máli. svo er það að skipta máli auðvitað afstætt eins og svo margt annað... hættu nú alveg.
eftir doltla hugsun síðan ég setti punktinn aftan við síðustu setningu á undan þessari hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mér dettur ekkert annað í hug til að skrifa um í dag en júróvisjón og sjónvarpið. best að leyfa vindum hins takmarkaða hugflæðis að fjúka þá bara örlítið.... (með þessu áframhaldi mun ég aldrei geta skrifað bók)
eníhú
ég horfði á kveðjuþátt kynlífs og borgarinnar fyrir helgi. bölvaður kaninn, alltaf þarf þetta lið að skrúfa frá slómóinu, fiðlunum og tárunum til að fá mann til að tárast. ég hef ekki einu sinni fylgst með þessum þáttum nema endrum og eins þegar ekkert annað er í kassanum, en samt sat ég og táraðist með þessum ungu konum sem áttu svo bágt með að hætta í vinnunni. ég myndi reyndar verða svekkt yfir því að þurfa að hætta í djobbi þar sem ég fengi sprillföld launin mín í dag, en það er nú ekki eins og þær þurfi að gerast ræstitæknar eftir að þáttunum lauk.
svo tárast ég stundum yfir ópru, hversu leim er ég eiginlega??! mig grunar sterklega að ég sé enn með nettan hormónakokteil í blóðinu eftir meðgöngu nr 2. svo gæti þetta líka verið ættgengt. mér skylst að konur úr föðurætt minni gráti mikið. þegar það er gaman á fjölskyldusamkundum er hlegið svo hátt að rúður bresta, en þegar komið er saman td. við jarðarfarir, þá er eins gott að hafa vatnsheldan maskara, heila klósettrúllu og sólgleraugun tiltæk.
ég er ættgeng grenjuskjóða.
góð leið til að hefja nýja viku.....

Engin ummæli: