föstudagur, maí 07, 2004

ég varð vitni að klassík í gærkvöldi þar sem ég stóð í röð í 10-11 á hverfisgötunni. klassíkin átti sér stað á milli unga mannsins sem var verið að afgreiða og ungu konunnar sem stóð fyrir framan mig í röðinni.
hún: nei hæ!
hann: já, hæ!
hún: hvað segir hann?
hann: allt gott bara en þú?
hún: bara allt fínt, langt síðan maður hefur séððig.
hann: já sömuleiðis
(smá þögn)
hún: hvað er annars að frétta?
hann: bara allt fínt svona, ert þú ekki bara hress alltaf?
hún: jújú, alltaf í stuði (hlær aðeins of stutt til að vera trúverðug í hlátri)
hann: býrðu hérna nálægt?
hún: já bara hérna beint á móti á barónsstígnum, en þú, býrðu nálægt?
hann: já, bara hérna uppi á grettisgötunni
(smá þögn)
hún: minn bara alltaf í búðinni og svona...
hann: jújú maður er að versla fyrir konuna bara
hún: já hvað er að frétta?
hann: bara allt fínt, en þú, hvað er að frétta af ****?
hún: svaka hress, var að spila um helgina og svona
hann: núúú, gengur ekki bara vel?
hún: rosalega alveg, en hjá þér?
hann: jújú, maður er bara alltaf í sama gamla
hún: einmitt, sama hér
(smá þögn)
hann: jæja best að drífa sig, konan að bíða og svona
hún: heyrðu ég labba meððér yfir götuna
hann: gott mál
(þau gengu af stað út úr búðinni)
hún: hvað er annars að frétta?........

og eftir stóð ég í röðinni og glotti.

góða helgi

Engin ummæli: