kominn föstudagur eina ferðina enn. þegar slíkt gerist á ég til að syngja ,,gracias a dios es viernes", man ekki hvort ég var búin að segja frá því fyrr. það er sosum lítið í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að ég kann ekki neitt meira í laginu. ég kann ofsalega mikið af svoleiðis lögum, sem ég get bara sungið eina setningu úr og svo ekki söguna meir. hér koma nokkur dæmi sem mér detta í hug: tralalalalalalalalalala, tralalalalalalallalalala, tralalalalalalalalalala vornóttin löng. ave maria, gratzia plena. sail away sail away sail away. oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day, I´ve got a wonderful feeling, everything´s going my way. ég fer á puttanum, ég fer á puttanum, nanalaladaradadadeeeee ég fer á puttanum.
eins og glöggir geta eflaust séð mætti halda á þessu lagavali mínu að ég væri komin vel yfir fimmtugt. sú er þó ekki raunin, en ég er alveg farin að gútera að ég er gömul sál svona tónlistarlega séð. á það tildæmis til að söngla ,,það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt", en það lag hefur ekki verið á vinsældalistum þjóðarinnar síðan löngu áður en ég fæddist. þegar ég var 13 ára safnaði ég plötum (og svo geisladiskum stuttu síðar þegar þeir bárust til landsins), með kónginum elvis presley. hélt því áhugamáli þó nokkuð útafyrir mig til þess að verða ekki strítt eða lögð í einelti (sem var ekki til þá svo að í raun hafði ég engar áhyggjur af því). þess vegna eru þau fá elvis-lögin sem ég get ekki sungið með af fullum krafti, og kann gott ef ekki heljarins slatta af textanum. ,,number 47 said to number 3, you´re the cutes jailbird I ever did see, sure would be delighted with your company, so come and do the jailhouse rock with me, let´s rock..." eee??? (með spænskum montrassahreim).
svo var ég voða stolt þegar ég loksins skildi textann í laginu með housemartins sem honum bþ enskukennara hafði ekki tekist að fatta þegar við báðum hann um að hlusta og þýða þennan hluta fyrir okkur fyrir hæfileikakeppni hólabrekkuskóla 1988. ,,the place in which we were born, so neglected and torn apart..." þegar við skrifuðum textann niður sjálfar eftir að hafa gefist upp á enskukennaranum, leit hann einhvernvegin svona út:,,the place en which we were born, zona glectica torn apart".
svo sungum við það bara svona og sigruðum hæfileikakeppnina ef ég man rétt (vorum amk í 2. eða 3. sæti, en minningin vill segja mér að það ég hafi einhverntíman unnið eitthvað).
hey hey wait a minute mister postman...weieieieit mister postman... (kann ekki meir)
góða langa helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli