semsagt... bílnum hafði verið stolið! maría og makinn ráfuðu út án þess að vita að hverju þau væru að leita. skyndilega sáu þau glitta í eitthvað í mölinni þar sem bíllinn hafði staðið. það var debetkort merkt lilju dís, fæddri þegar maría og makinn voru orðin 9 ára. varla gat hún hafa tengst stuldinum...
maría stakk debetkortinu í vasann og fór aftur inn. hún hringdi í lögregluna og var beðin um að koma á næstu stöð til þess að gefa skýrslu. sem betur fer bjó hún í næsta nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar því að þrátt fyrir að hafa fengið leiðbeiningar um að koma á næstu stöð, komst hún síðan að því að þar sem það var sunnudagur var engin önnur stöð opin nema aðalstöðin.
þegar hún kom á aðalstöðina voru þar fyrir tveir menn, ljóshærðir, rúmlega þrítugir og greinilega ekki enn farnir heim eftir næturskrallið. annar þeirra var greinilega danskur og þar sem maría stóð og hleraði sökum einlægrar forvitni, komst hún að því að hann var danskur sjóari sem hafði ætlað að snúa til baka til skips í morgunsárið, en komst þá að því að þar var ekkert skip. lögreglumaðurinn í afgreiðslunni hringdi nokkur símtöl og tjáði unga dananum í gegnum íslenska túlkinn að þeir hefðu orðið að fara, en hefðu skilið tvo eftir sem hefðu ekki skilað sér. maría komst síðar að því að danska skipið hefði flýtt brottför til að hjálpa báti í neyð. eftir að daninn og fylgisveinninn hurfu af braut var röðin komin að maríu. henni var vísað á bak við í herbergi varðstjóra. þar tók á móti henni miðaldra vinalegur maður í lögreglubúningi. maría var látin lýsa atburðum morgunsins, því sem hafði verið inni í bílnum og fleiru. á meðan á skýrslutöku stóð hringdi síminn. lögregluvarðstjórinn svaraði einhverju í símann og sagði svo ,,hún situr einmitt hérna hjá mér konan". maríu varð hverft við en hún átti það til að verða hissa þegar fólk kallaði hana konu. samkvæmt sjálfri sér var hún nefnilega ennþá stelpa.
þegar lögregluvarðstjórinn hafði lokið sér af í símanum snéri hann sér aftur að maríu og tjáði henni að bíllin væri fundinn. ,,en fúlt" hugsaði maría með sér ,,aldrei geta sakamál orðið spennandi í þessu smáþorpi". en hún var skyndilega rifin útúr þessum hugsunum sínum þegar lögregluvarðstjórinn hélt áfram; ,,hann fannst á innbrotsstað og þú verður að koma með okkur til að gefa skýrslu". úlala, þetta hljómaði betur í eyrum maríu. eftir stutta stund hafði hún lokið við að gefa skýrslu númer 1 og þá birtust í dyrunum tveir ungir svartklæddir lögregluþjónar, þeir voru ekki ómyndarlegir (tvær neitanir gera pósitífu), en alls ekki týpur sem maría gæti hrifist af.
hún fylgdi þeim út á bílastæðið og var vísað í aftursæti hvítfágaðrar lögreglubifreiðar. þar stakk hún upp á því við lögregluþjónana að hún myndi setja á sig bílbelti. það kom fát á drengina og játtu því að það væri sennilega góð hugmynd. maría glotti í aftursætinu þar sem hún smellti á sig beltinu.
þau brunuðu sem leið lá á bjargarstíg 5. þar var enginn á ferð og ekkert sem benti til þess að innbrot hefði verið framið. því síður var bíll maríu fyrir utan. lögregluþjónarnir ungu urðu hálf kjánalegir þegar þeir hringdu aftur niður á stöð til þess að fá að vita að þeir ættu að vera á bjarnarstíg 5. maría glotti enn í aftursætinu. þegar þau komu að bjarnarstíg 5 voru þar lögregluþjónar á stangli ásamt eiganda húsnæðisins. það kom maríu á óvart þegar hann kynnti sig sem fórnarlamb innbrotsins, en hann reyndist vera þjóðþekktur maður sem heitir óskar og er oft kenndur við skrípalæti. maría kynnti sig sem eiganda bílsins. eftir viðkynningar ákvað hún að snúa sér að farartækinu sínu. það fyrsta sem hún sá var risastór svartur einkennisklæddur afturendi sem stóð útúr bílstjóradyrum bílsins. afturendinn bakkaði út og í ljós kom risastór og rauðbirkinn lögreglumaður sem hafði verið að þefa eftir vísbendingum í bílnum. maríu var tjáð að þar hefðu fundist sígarettustubbar og blóðblettir ásamt fleiru sem hún yrði nú að bera kennsl á hvort hún ætti sjálf eða væri komið frá ræningjanum/unum. maría tók strax eftir því að allt var á rúi og stúi í bílnum, hátalararnir úr skottinu komnir frammí, geisladiskarnir hennar lágu eins og hráviði um allt og ýmiskonar rusl var hingað og þangað um bílinn. maría saknaði nokkurra geisladiska og úlpu sem höfðu verið í bílnum, en á meðal þess sem hún kannaðist ekki við var farsími, bleikur með glimmeri, dönskuritgerð með einkuninni 8, merkt sömu stúlku og átti debetkortið sem maría og makinn höfðu fundið á bílastæðinu og svo samviskusamlega afhent lögreglu, bréfsnifsi, boðskort í 21 árs afmæli dönskuritarans, lyklar og fleiri sígarettustubbar. að nánari skýrslutöku lokinni fékk maría að fara heim á bílnum sínum. hún var því fegin, en blótaði þjófnum í sand og ösku þegar hún komst að því að allt bensínið sem hún hafði varla tímt að kaupa deginum áður var uppurið. ,,skítalabbar" muldraði maría í gaupnir sér þar sem hún keyrði heim, þó fegin því að hafa fengið bílinn til baka með barnabílstólnum og kerruvagninum enn innanborðs.
tveimur dögum síðar frétti maría í gegnum utanaðkomandi aðlia að ræningjarnir hefðu náðst og að þeir væru, eins og flesta hafði víst grunað, gamlir góðkunningjar lögreglunnar.
framhald ef framhald verður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli