þá eru endalok ársins að renna upp. af því tilefni hef ég ákveðið að rita hér lista yfir mitt eigið val á mínum eigin hápunktum míns eigins árs. þá get ég líka rifjað þetta upp seinna þegar ég man ekkert hvað gerðist eða hvenær.....en semsagt:
merkilegt ársins - við fluttum ekkert
afmæli ársins - ég og afmælissöngurinn með 4000 manns í beinni á rás tvö
ferð ársins - berlín og bjórdrykkjan
bar ársins - die kleine filharmonie
afrek ársins - santa maría
gleði ársins - að hafa byrjað á nýjum vinnustað sem er góður
stuð ársins - að hljóta þann heiður að fá að glamra á hristur með fm belfast
svekkelsi ársins - að tuskudúkkan addi er að missa andlitið
leiðindi ársins - fréttirnar síðan í september/október
lag ársins - fm belfast allt
bíómynd ársins - uuuu.... tja, það situr engin eftir
stuðbolti ársins - gunna
vandræðalegt ársins - þegar ég skallaði gluggakistu í miðri kennslustund og fékk kúlu
ánægja ársins - að safna kjólum
óþægilegt ársins - hálsinn á mér eftir áreksturinn í apríl
stolt ársins - útnefningin flottasti rassinn á kennarastofunni
uppgjöf ársins - að hafa hætt að nenna að synda eftir vinnu
og svo eru það óskir og vonir fyrir næsta ár: (sjáum til eftir ár hvað rætist úr þeim)
-að verða ráðin áfram á sama stað
-að eiga áfram góða vini
-að flytja ekki
-að eiga heilsu og hamingju
-að kafna ekki í verðbólgu og fjármálarugli
-að santa maría lifi kreppuna af og verði stór
-að fá áfram að nota hristuna mína
og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu...
en nú er ég að fara að hafa mig til. á eftir ætlum við að snæða með foreldrunum og sprengja svo peninga við hallgrímskirkju á miðnætti. þaðan verður þrammað á söntu máríá þar sem verður stöðð langt framundir morgun. ég verð dyravörður og er alveg komin í gír fyrir hlutverkið. gott ef ég er ekki komin með massa upphandleggi í tilefni dagsins.
það er nú svo og svo er nú það. og nú kemur ávarpið:
þér lesandi góður, þakka ég samfylgdina á árinu sem er að líða. vonandi megum við fylgjast að í gegnum sætt og súrt á komandi ári líka. ég óska þér gleði og heilsu jafnt í kvöld sem ætíð og megir þú vera full af lífi í iðrum þínum um ókomin ár.
bless á meðan.
miðvikudagur, desember 31, 2008
þriðjudagur, desember 30, 2008
viltu sjá mig pirraða? ha? viltu það? já var það ekki... djöfullinn hafi það...
þetta er ég pirruð, svo pirruð að ég gæti slitið nefhár úr einhverjum. af hverju? jú af því að það er mið nótt, eina ferðina enn og ég get ekki sofið. af hverju get ég ekki sofið? af því að draslið á efri hæðinni fékk þá snilldarhugmynd að halda partý. núna. á mánudagskvöldi. það er ekki gamlárskvöld og ekki nýárskvöld. það er bara andskotans mánudagskvöld og við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að það eru fokking timburgólf á milli hæða í þessu helvítis húsi svo það er ekki fræðilegur möguleiki að sofna. fjölskyldunni minni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að festa svefn áður en fílahjörðin byrjaði að blasta fjöllin hafa vakað og bites the dust þarna draslið með queen en ekki ég. neeeeiiii auðvitað ekki ég.
ekki nóg með að skítablesarnir syngi hástöfum heldur mætti halda að þau hafi sérstaklega boðið sjötíu offitusjúkum sóprandruslum á pinnahælum til að dansa og væla. núna. um miðja nótt. djöfulsins andskotans og nú góla helvítin nine to five með dolly parton...pakk. leyfist mér að nefna að vegna timburgólfanna er svo hljóðbært að ég heyri í alvörunni þegar einhver pissar standandi þarna fyrir ofan mig. er hissa að hafa aldrei fengið dropa í augað í gegnum þessi andskotans pappagólf. já, á svo ekki bara að dansa konga í eyrunum á manni.... fávitar.
í þokkabót er ég svo mikil endemis aumingjans bleyða og ræfilstuska að ég drullast ekki upp til að kvarta. vil aldrei vera leiðinlegi gaurinn... tek það bara út á blogginu.... andskotans helvítis djöfull.... væri ekki bara best að nauðga hjaltalínlaginu mínu svo aðeins...nei nú er nóg komið, ég er farin upp að berja einhvern.
þetta er ég pirruð, svo pirruð að ég gæti slitið nefhár úr einhverjum. af hverju? jú af því að það er mið nótt, eina ferðina enn og ég get ekki sofið. af hverju get ég ekki sofið? af því að draslið á efri hæðinni fékk þá snilldarhugmynd að halda partý. núna. á mánudagskvöldi. það er ekki gamlárskvöld og ekki nýárskvöld. það er bara andskotans mánudagskvöld og við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að það eru fokking timburgólf á milli hæða í þessu helvítis húsi svo það er ekki fræðilegur möguleiki að sofna. fjölskyldunni minni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að festa svefn áður en fílahjörðin byrjaði að blasta fjöllin hafa vakað og bites the dust þarna draslið með queen en ekki ég. neeeeiiii auðvitað ekki ég.
ekki nóg með að skítablesarnir syngi hástöfum heldur mætti halda að þau hafi sérstaklega boðið sjötíu offitusjúkum sóprandruslum á pinnahælum til að dansa og væla. núna. um miðja nótt. djöfulsins andskotans og nú góla helvítin nine to five með dolly parton...pakk. leyfist mér að nefna að vegna timburgólfanna er svo hljóðbært að ég heyri í alvörunni þegar einhver pissar standandi þarna fyrir ofan mig. er hissa að hafa aldrei fengið dropa í augað í gegnum þessi andskotans pappagólf. já, á svo ekki bara að dansa konga í eyrunum á manni.... fávitar.
í þokkabót er ég svo mikil endemis aumingjans bleyða og ræfilstuska að ég drullast ekki upp til að kvarta. vil aldrei vera leiðinlegi gaurinn... tek það bara út á blogginu.... andskotans helvítis djöfull.... væri ekki bara best að nauðga hjaltalínlaginu mínu svo aðeins...nei nú er nóg komið, ég er farin upp að berja einhvern.
sunnudagur, desember 28, 2008
sumir dagar eru meira svona og svona en aðrir dagar. ojæja. ekki verður svosem um það að fást.
í árslokaendurskoðun minni og sjálfsrýni tók ég persónuleikapróf á netinu. það er svona það sem rugludallar gera þegar þeir eru ruglaðir. í því stóð ýimslegt gott og fínt. það þýðir ekki að deila við hávísindaleg netpróf svo að ég er að hugsa um að hvíla í friði með efasemdir mínar um mig frá mér til mín.
eftir að hafa haft hreina vinstrihönd yfir jólin er ég aftur komin með to-do lista á handarbakið. ég er að spá í að láta tattúvera á mig línur og spássíur á höndina svo að ég geti haft minniskrotið mitt skipulegt og hreinlegt á að líta. kannski góð hugmynd. kannski ekki...
á morgun er bara mánudagur. frumburðurinn á körfuboltanámskeiði allan daginn og makinn að vinna þannig að það erum bara við mæðgur sem þurfum að hafa ofanaf fyrir okkur. næstum því eðlilegur mánudagur fyrir utan okkur tvær. en það er svosem ýmislegt sem þarf að stússast, oseisei, hringja í hina og þessa, panta tíma hingað og þangað og ganga frá hinu og þessu. kannski skreppa í sund. kannski breyta framtíðinni. hver veit.
svo þegar tunglið verður fullt og ég breytist í skrímsli ætla ég að taka persónuleikaprófið uppá nýtt.
í árslokaendurskoðun minni og sjálfsrýni tók ég persónuleikapróf á netinu. það er svona það sem rugludallar gera þegar þeir eru ruglaðir. í því stóð ýimslegt gott og fínt. það þýðir ekki að deila við hávísindaleg netpróf svo að ég er að hugsa um að hvíla í friði með efasemdir mínar um mig frá mér til mín.
eftir að hafa haft hreina vinstrihönd yfir jólin er ég aftur komin með to-do lista á handarbakið. ég er að spá í að láta tattúvera á mig línur og spássíur á höndina svo að ég geti haft minniskrotið mitt skipulegt og hreinlegt á að líta. kannski góð hugmynd. kannski ekki...
á morgun er bara mánudagur. frumburðurinn á körfuboltanámskeiði allan daginn og makinn að vinna þannig að það erum bara við mæðgur sem þurfum að hafa ofanaf fyrir okkur. næstum því eðlilegur mánudagur fyrir utan okkur tvær. en það er svosem ýmislegt sem þarf að stússast, oseisei, hringja í hina og þessa, panta tíma hingað og þangað og ganga frá hinu og þessu. kannski skreppa í sund. kannski breyta framtíðinni. hver veit.
svo þegar tunglið verður fullt og ég breytist í skrímsli ætla ég að taka persónuleikaprófið uppá nýtt.
laugardagur, desember 27, 2008
mikið er ég svakalega leiðinleg þegar ég sef of lengi, borða of mikið og hef ekkert fyrir stafni.... úff...
best að hætta því þá. þetta er ekki hægt.
og kyrja möntru hinna óöruggu: það þurfa ekki allir í heiminum að vera ánægðir með mig.
hehe... en nú skal ég hætta að vera niðurdrepandi og þreytt.
á morgun er tuttugasti og áttundi. dagur hinna saklausu í mexíkó. það er svipað og okkar fyrsti apríl og þá má plata fólk.
einu sinni var ég skotin í söngvaranum paul young. það var árið 2002.
djók. ætli ég hafi ekki verið um tólf ára. hann söng ,,every time you go away, you take a piece of me with you... ú ú..." og þar sem ég er með væmin lög í æðum mér þessa dagana ætla ég að bæta því við lagalistann í heila vorum.
skoh, ég er strax að hressast. þetta er allt annað líf.....
best að hætta því þá. þetta er ekki hægt.
og kyrja möntru hinna óöruggu: það þurfa ekki allir í heiminum að vera ánægðir með mig.
hehe... en nú skal ég hætta að vera niðurdrepandi og þreytt.
á morgun er tuttugasti og áttundi. dagur hinna saklausu í mexíkó. það er svipað og okkar fyrsti apríl og þá má plata fólk.
einu sinni var ég skotin í söngvaranum paul young. það var árið 2002.
djók. ætli ég hafi ekki verið um tólf ára. hann söng ,,every time you go away, you take a piece of me with you... ú ú..." og þar sem ég er með væmin lög í æðum mér þessa dagana ætla ég að bæta því við lagalistann í heila vorum.
skoh, ég er strax að hressast. þetta er allt annað líf.....
jamm og jæja... þetta er hún ég, litla vangavelta... vagg og velta. ársvelta. bílvelta.
þetta var rólegur dagur. ég svaf allt allt of lengi og fór svo með liðinu í sund. eitthvað þurfti ég að skipta peysu sem ég fékk í jólagjöf og gerði það en síðan hef ég fátt fleira gert nema að skreppa með síðburðinum á róló. silalegur dagur.
hvað er annars sili?
á þessum silalega degi hef ég svolítið verið að velta fyrir mér fólki. hvernig fólk virkar og sér lífið. ég hef líka verið að spá í sjálfa mig, hvernig ég virka og er. það er hægara sagt en gert að komast að niðurstöðu í þessháttar vangaveltum. það sem ég þykist þó vita eftir alltsamant er að ég er eitthvað hálf ringluð. ég dett úr jafnvægi þegar/ef einhver heldur því fram að ég sé öðruvísi og flóknari en ég er samkvæmt sjálfri mér. ég tel mig nefnilega vera mjög einfalda og auðvelda í umgengni þó ég segi sjálf frá. þess vegna höndla ég líka mjög illa þegar ósjálfráð viðbrögð mín við einhverju verða til þess að ég sé sökuð um að vera útsmogin, köld eða óheiðarleg. ég verð alltaf svo hissa. svo yfirgengilega hissa því þær hugsanir og tilætlanir sem mér eru eignaðar eru svo fjarstæðukenndar að ég get ekki annað en gapað. ekki batnar það svo þegar ekki er hægt að ræða og afgreiða málið sem þann misskilning sem það er, vegna þess að hinn aðilinn heldur að það sé bara hluti af plottinu mínu til að fá mínu fram.
ókey, þetta er leiðinlegt og óáhugavert. bara ég eitthvað að ræpast yfir síðuna til að losa mig við innvortis hnúta. biðst afsökunar á ónæðinu.
ég vona að þið gefist ekki upp á mér þó ég sé með jólablúsinn. ég verð ábyggilega betri strax á morgun...
sagðirðu gubb?
þetta var rólegur dagur. ég svaf allt allt of lengi og fór svo með liðinu í sund. eitthvað þurfti ég að skipta peysu sem ég fékk í jólagjöf og gerði það en síðan hef ég fátt fleira gert nema að skreppa með síðburðinum á róló. silalegur dagur.
hvað er annars sili?
á þessum silalega degi hef ég svolítið verið að velta fyrir mér fólki. hvernig fólk virkar og sér lífið. ég hef líka verið að spá í sjálfa mig, hvernig ég virka og er. það er hægara sagt en gert að komast að niðurstöðu í þessháttar vangaveltum. það sem ég þykist þó vita eftir alltsamant er að ég er eitthvað hálf ringluð. ég dett úr jafnvægi þegar/ef einhver heldur því fram að ég sé öðruvísi og flóknari en ég er samkvæmt sjálfri mér. ég tel mig nefnilega vera mjög einfalda og auðvelda í umgengni þó ég segi sjálf frá. þess vegna höndla ég líka mjög illa þegar ósjálfráð viðbrögð mín við einhverju verða til þess að ég sé sökuð um að vera útsmogin, köld eða óheiðarleg. ég verð alltaf svo hissa. svo yfirgengilega hissa því þær hugsanir og tilætlanir sem mér eru eignaðar eru svo fjarstæðukenndar að ég get ekki annað en gapað. ekki batnar það svo þegar ekki er hægt að ræða og afgreiða málið sem þann misskilning sem það er, vegna þess að hinn aðilinn heldur að það sé bara hluti af plottinu mínu til að fá mínu fram.
ókey, þetta er leiðinlegt og óáhugavert. bara ég eitthvað að ræpast yfir síðuna til að losa mig við innvortis hnúta. biðst afsökunar á ónæðinu.
ég vona að þið gefist ekki upp á mér þó ég sé með jólablúsinn. ég verð ábyggilega betri strax á morgun...
sagðirðu gubb?
hér er ég eina ferðina enn að blogga um miðja nótt. og nei, ég var ekki að drekka...
í kvöld var ég eitthvað hálf blá. mér leiddist og ég var einmana inní mér. ég var að hugsa um að skella mér bara í háttinn en svo lét ég slag standa og hypjaði mig heim til systur minnar sem var að gera sig klára fyrir jólaball á nasa. makinn hafði farið með vinum sínum að bjórast og svo komu þeir með okkur á jólaballið. þegar ég kom þangað var hjaltalín að spila og síðasta lagið sem þau spiluðu var þú komst við hjartað í mér. það er flott lag og ég söng með hástöfum. þetta lag lætur mér líða vel.
svo spilaði retro stefson sem var líka gaman og að lokum fórum við á svið. ég vígði hristuna sem ég fékk í jólagjöf og spilaði á hana af lífi og sál. svo mikið spilaði ég að ég er núna aum í lúkunni og verð ábyggilega marin og blá á morgun. en það var gaman. svo gaman að ég fór beint í sturtu þegar ég kom heim rétt áðan.
og ég drakk vatn. mikið af því.
en núna er ýmislegt að velkjast um í höfðinu á mér. hugsanir sem laumuðu sér þangað vegna hluta sem ég heyrði í kvöld. sumt var sagt við mig. sumt ekki beint. og nú langar mig að fá fleiri sjónarhorn, skoðanir og hugmyndir svo að ég upplifi mig ekki svona mikinn palla einn í heiminum.
ég þarf að vita hvernig það er að vera par fyrir aðra. hvað felst í því og hvað á að felast í því. eru til pör sem eftir tíu til tuttugu ár og börn eru eins og í upphafi? hvað þarf að vera til staðar svo að fólk sé par? vinátta? traust? ástríða? kynferðisleg aðlöðun? skoðanaskipti? samvinna? virðing? stolt? hrifning?
hvað af þessu er absolútt nauðsynlegt og hvað má missa sín? hvað er eðlilegt að breytist með tímanum? gæti verið að hið fullkomna samband sé rétt handan við hornið þar sem allt þetta verður alltaf til staðar eða þróast þau öll í sömu átt með tímanum og hversdagslífinu? hvenær veit maður að eitthvað sé þess virði að berjast fyrir því og vinna í því eða hvenær er mál að sleppa, því allt gæti verið svo miklu betra alltaf en það er núna? hvenær veit maður að eitthvað sé í alvörunni að?
og nei, ég er ekki drukkin. bara full af vangaveltum....
en nú ætla ég að reyna að sofna. vinsamlegast tjáið ykkur kæra fólk. hjálp.
í kvöld var ég eitthvað hálf blá. mér leiddist og ég var einmana inní mér. ég var að hugsa um að skella mér bara í háttinn en svo lét ég slag standa og hypjaði mig heim til systur minnar sem var að gera sig klára fyrir jólaball á nasa. makinn hafði farið með vinum sínum að bjórast og svo komu þeir með okkur á jólaballið. þegar ég kom þangað var hjaltalín að spila og síðasta lagið sem þau spiluðu var þú komst við hjartað í mér. það er flott lag og ég söng með hástöfum. þetta lag lætur mér líða vel.
svo spilaði retro stefson sem var líka gaman og að lokum fórum við á svið. ég vígði hristuna sem ég fékk í jólagjöf og spilaði á hana af lífi og sál. svo mikið spilaði ég að ég er núna aum í lúkunni og verð ábyggilega marin og blá á morgun. en það var gaman. svo gaman að ég fór beint í sturtu þegar ég kom heim rétt áðan.
og ég drakk vatn. mikið af því.
en núna er ýmislegt að velkjast um í höfðinu á mér. hugsanir sem laumuðu sér þangað vegna hluta sem ég heyrði í kvöld. sumt var sagt við mig. sumt ekki beint. og nú langar mig að fá fleiri sjónarhorn, skoðanir og hugmyndir svo að ég upplifi mig ekki svona mikinn palla einn í heiminum.
ég þarf að vita hvernig það er að vera par fyrir aðra. hvað felst í því og hvað á að felast í því. eru til pör sem eftir tíu til tuttugu ár og börn eru eins og í upphafi? hvað þarf að vera til staðar svo að fólk sé par? vinátta? traust? ástríða? kynferðisleg aðlöðun? skoðanaskipti? samvinna? virðing? stolt? hrifning?
hvað af þessu er absolútt nauðsynlegt og hvað má missa sín? hvað er eðlilegt að breytist með tímanum? gæti verið að hið fullkomna samband sé rétt handan við hornið þar sem allt þetta verður alltaf til staðar eða þróast þau öll í sömu átt með tímanum og hversdagslífinu? hvenær veit maður að eitthvað sé þess virði að berjast fyrir því og vinna í því eða hvenær er mál að sleppa, því allt gæti verið svo miklu betra alltaf en það er núna? hvenær veit maður að eitthvað sé í alvörunni að?
og nei, ég er ekki drukkin. bara full af vangaveltum....
en nú ætla ég að reyna að sofna. vinsamlegast tjáið ykkur kæra fólk. hjálp.
föstudagur, desember 26, 2008
jólin eru rólegur tími. ég er komin í tímabundna tímaleysu, farin að vaka lengi frameftir og fara seint á fætur. núna er klukkan til dæmis að verða þrjú um nótt og ég á leið í rúmið eftir að hafa klárað að horfa á mjög svo skemmtilega þáttaseríu með frumburðinum og systurinni. og ég veit varla hvaða dagur er. ef ég hefði ekki haft rænu á því að fara í miðvikudagsnærbuxurnar mínar í gær gæti einhver logið því að mér að í dag væri sunnudagur.
á morgun ætla ég aftur að fara seint á fætur og dóla mér frameftir með afkvæmunum. svo er hið árlega jólakaffiboð fjölskyldunnar heima hjá ömmu og þar verður sko etið eina ferðina enn. ég er búin að borða svo mikið undanfarna daga að ég yrði ekki hissa ef einhver spyrði mig hvort ég ætti von á tvíburum. en sem betur fer koma þessir tvíburar bara útúr mér í formi síendurtekinna prumpa. eins gott að ég er ekki síamstvíburi því þá væri ég sennilega komin langleiðina með að drepa hinn helminginn af mér.
en nóg um það. á morgun er ég semsagt að fara með afkvæmin til hennar ömmu minnar sem mun gera sitt besta til að framlengja prumpuástandið á mér með mat. æi, úps, ég ætlaði að hætta að skrifa um prump... afsakið.
til þess að láta mér líða aðeins betur með allt átið er ég að hugsa um að notfæra mér þá staðreynd að sú gamla býr á hraunteig og skella mér með krakkana í sund. þá þykir mér við hæfi ef kaffiboðið byrjar klukkan þrjú að áætla eins og klukkara í vatninu. það virkar líka svo helvíti vel til að fá síðburðinn fyrr í rúmið á kveldin. já, svei mér ef þetta er ekki bara ákvörðun tekin hér og nú, í beinni á netinu.
aumingjans makinn missir af kökuflóðinu því hann þarf að sinna veitingahúsabarninu sínu og vakna snemma í þokkabót, en honum finnst það í lagi því hann er hvort eð er ekki mikill fjölskyldumótamaður. annað en hún ég. seisei.
en nú er semsagt kominn tími til að skella sér úr fimmtudagsnærbuxunum og undir sæng. á morgun fer ég svo í föstudagsnærbuxurnar og þannig veit ég að það er að koma helgi og ég get haldið áfram að fara seint að sofa og seint á fætur.
á morgun ætla ég aftur að fara seint á fætur og dóla mér frameftir með afkvæmunum. svo er hið árlega jólakaffiboð fjölskyldunnar heima hjá ömmu og þar verður sko etið eina ferðina enn. ég er búin að borða svo mikið undanfarna daga að ég yrði ekki hissa ef einhver spyrði mig hvort ég ætti von á tvíburum. en sem betur fer koma þessir tvíburar bara útúr mér í formi síendurtekinna prumpa. eins gott að ég er ekki síamstvíburi því þá væri ég sennilega komin langleiðina með að drepa hinn helminginn af mér.
en nóg um það. á morgun er ég semsagt að fara með afkvæmin til hennar ömmu minnar sem mun gera sitt besta til að framlengja prumpuástandið á mér með mat. æi, úps, ég ætlaði að hætta að skrifa um prump... afsakið.
til þess að láta mér líða aðeins betur með allt átið er ég að hugsa um að notfæra mér þá staðreynd að sú gamla býr á hraunteig og skella mér með krakkana í sund. þá þykir mér við hæfi ef kaffiboðið byrjar klukkan þrjú að áætla eins og klukkara í vatninu. það virkar líka svo helvíti vel til að fá síðburðinn fyrr í rúmið á kveldin. já, svei mér ef þetta er ekki bara ákvörðun tekin hér og nú, í beinni á netinu.
aumingjans makinn missir af kökuflóðinu því hann þarf að sinna veitingahúsabarninu sínu og vakna snemma í þokkabót, en honum finnst það í lagi því hann er hvort eð er ekki mikill fjölskyldumótamaður. annað en hún ég. seisei.
en nú er semsagt kominn tími til að skella sér úr fimmtudagsnærbuxunum og undir sæng. á morgun fer ég svo í föstudagsnærbuxurnar og þannig veit ég að það er að koma helgi og ég get haldið áfram að fara seint að sofa og seint á fætur.
fimmtudagur, desember 25, 2008
heildeilis fínt aðfangadagskveld að baki. það var svona:
uppúr klukkan fjögur kom makinn heim með matinn og frumburðinn sem var aðstoðarkokkur. þá var heimilið orðið svaka fínt og við slökuðum aðeins á áður en allt fór í gang aftur. um klukkan sex komu systirin og mágurinn, foreldrarnir, frænksnið og kólumbíski eiginmaðurinn auk samlanda hans sem er nemi í háskólanum og var eitthvað jólalega munaðarlaus. allt í allt vorum við ellefu talsins.
við borðuðum hrikalega góðan allskonar mat og svo voru það pakkarnir auðvitað og eftirrétturinn...mmmmmm..... ég fékk tvö borðspil, tvö viskustykki, lampa, kjól, peysu, bók, hristu, tvö kerti og tequilaflösku. já og listaverk eftir síðburðinn og annað eftir systurina. alltsaman hrikalega fínt og flott.
eftir át og opnun dönsuðum við svolítið og fórum svo að spila. það var svo gaman að við spiluðum og spiluðum og þá var klukkan allt í einu orðin þrjú eða meira.
í dag erum við öll á náttfötunum og hyggjumst ekkert fara í neitt annað. hér er nóg til af mat og afþreyingarefni til að endast okkur í allan dag og rúmlega það.
á morgun er svo kaffi hjá ömmu, makinn fer aftur í vinnuna og við neyðumst til að klæða okkur í föt.
uppúr klukkan fjögur kom makinn heim með matinn og frumburðinn sem var aðstoðarkokkur. þá var heimilið orðið svaka fínt og við slökuðum aðeins á áður en allt fór í gang aftur. um klukkan sex komu systirin og mágurinn, foreldrarnir, frænksnið og kólumbíski eiginmaðurinn auk samlanda hans sem er nemi í háskólanum og var eitthvað jólalega munaðarlaus. allt í allt vorum við ellefu talsins.
við borðuðum hrikalega góðan allskonar mat og svo voru það pakkarnir auðvitað og eftirrétturinn...mmmmmm..... ég fékk tvö borðspil, tvö viskustykki, lampa, kjól, peysu, bók, hristu, tvö kerti og tequilaflösku. já og listaverk eftir síðburðinn og annað eftir systurina. alltsaman hrikalega fínt og flott.
eftir át og opnun dönsuðum við svolítið og fórum svo að spila. það var svo gaman að við spiluðum og spiluðum og þá var klukkan allt í einu orðin þrjú eða meira.
í dag erum við öll á náttfötunum og hyggjumst ekkert fara í neitt annað. hér er nóg til af mat og afþreyingarefni til að endast okkur í allan dag og rúmlega það.
á morgun er svo kaffi hjá ömmu, makinn fer aftur í vinnuna og við neyðumst til að klæða okkur í föt.
miðvikudagur, desember 24, 2008
hana, er þá ekki aðfangadagurinn sjálfur runninn upp. litla fjölskyldan fór seint á fætur, sérstaklega ég þar sem ég var langt frameftir nóttu með kók, súkkulaði og kertaljós að pakka inn gjöfum frá öllum til allra.
en nú erum við komin á fætur. makinn ákvað að nota eldhús atvinnumannsins undir jólamatinn þannig að hann verður víst eitthvað frameftir degi á veitingahúsinu að subba það út. fegin er ég, þá þarf ég ekki að þrífa eftir hann og sprenginguna sem hann er við eldamennskuna. en í staðin fæ ég að ryksuga og flikka uppá úberhreingerninguna mína frá því um daginn. ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég komin í drullugallann, búin að reyta á mér hárið og jólalegi geðveikisglampinn er þarna einhverstaðar í augum mínum. nú er ég að fara í gang. allir frá, fúsa liggur á...
en nú erum við komin á fætur. makinn ákvað að nota eldhús atvinnumannsins undir jólamatinn þannig að hann verður víst eitthvað frameftir degi á veitingahúsinu að subba það út. fegin er ég, þá þarf ég ekki að þrífa eftir hann og sprenginguna sem hann er við eldamennskuna. en í staðin fæ ég að ryksuga og flikka uppá úberhreingerninguna mína frá því um daginn. ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég komin í drullugallann, búin að reyta á mér hárið og jólalegi geðveikisglampinn er þarna einhverstaðar í augum mínum. nú er ég að fara í gang. allir frá, fúsa liggur á...
þriðjudagur, desember 23, 2008
jæja, þá er slatti liðinn af þessum degi. seisei.
við mæðgur erum búnar að taka ikea og bónus í nefið og nú á ég rúmlega nógu marga diska fyrir alla sem koma til okkar á morgun. ég á líka rúmlega nógan mat. og ég notaði tækifærið og afsökunina og keypti mér nammi. fullt.
til að þreyta síðburðinn skrapp ég með henni í sund. svo eignaðist hún fullt af nýjum vinum og ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og allt í einu var klukkan orðin þremur klukkutímum meira en hún var þegar ég kom oní. ég hef aldrei verið svona lengi í sundi í einu. gott ef ég hef ekki þyngst um 4 kíló frá því að ég klæddi mig úr þangað til ég klæddi mig í aftur, bara af vatni.
núna vill frumburðurinn athygli og ég ætla að rölta með honum niður í bæ. barninu sem aldrei þagnar líka til að þreyta hana enn meira. henni og vinkonu hennar sundlauginni tókst aldeilis að þreyta mig. en makinn á einkarétt á þreytu núna eftir langan og strangan vinnudag svo að ég er við það að reima á mig skóna, hneppa upp kápunni og fara út að labba - á átópælot. ég er búin að skella límbandi á mig til að halda augnalokunum uppi og svo tróð ég herðatrjám upp buxnaskálmarnar til að halda fótleggjunum uppréttum. ætli það sé ekki best að skella kústskafti upp eftir bakinu svo að ég líti ekki út fyrir að vera lömuð fyrir ofan mitti vegna þreytu.
og svo eru að koma jól. ég mun amk sofa vel í nótt í hreinu rúmi.
en það var gaman í sundi. gaman í sundi. gott í sundi.
sjáumst kannski á morgun. annars óska ég þér gleðilegra og góðra jóla.
við mæðgur erum búnar að taka ikea og bónus í nefið og nú á ég rúmlega nógu marga diska fyrir alla sem koma til okkar á morgun. ég á líka rúmlega nógan mat. og ég notaði tækifærið og afsökunina og keypti mér nammi. fullt.
til að þreyta síðburðinn skrapp ég með henni í sund. svo eignaðist hún fullt af nýjum vinum og ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og allt í einu var klukkan orðin þremur klukkutímum meira en hún var þegar ég kom oní. ég hef aldrei verið svona lengi í sundi í einu. gott ef ég hef ekki þyngst um 4 kíló frá því að ég klæddi mig úr þangað til ég klæddi mig í aftur, bara af vatni.
núna vill frumburðurinn athygli og ég ætla að rölta með honum niður í bæ. barninu sem aldrei þagnar líka til að þreyta hana enn meira. henni og vinkonu hennar sundlauginni tókst aldeilis að þreyta mig. en makinn á einkarétt á þreytu núna eftir langan og strangan vinnudag svo að ég er við það að reima á mig skóna, hneppa upp kápunni og fara út að labba - á átópælot. ég er búin að skella límbandi á mig til að halda augnalokunum uppi og svo tróð ég herðatrjám upp buxnaskálmarnar til að halda fótleggjunum uppréttum. ætli það sé ekki best að skella kústskafti upp eftir bakinu svo að ég líti ekki út fyrir að vera lömuð fyrir ofan mitti vegna þreytu.
og svo eru að koma jól. ég mun amk sofa vel í nótt í hreinu rúmi.
en það var gaman í sundi. gaman í sundi. gott í sundi.
sjáumst kannski á morgun. annars óska ég þér gleðilegra og góðra jóla.
í gærkvöldi vakti ég aðeins of lengi því ég var að klára að lesa bókina konur eftir steinar braga. mér fannst hún óþægileg og átakanleg, sagan sko. stundum skildi ég hana ekki alveg og þá upplifði ég að ég væri ekki nógu heimspekilega og bókmenntalega þenkjandi til að fatta. ég sjálf er hrifnari af því þegar hlutirnir eru sagðir þannig að ég skilji án þess að þurfa að túlka. ég er lélegur túlkur. kann lítið að lesa á milli línanna og þegar fólk reynir að senda mér skilaboð með svipbrigðum, líkamstjáningu eða óræðu tali getur það verið nokkuð öruggt um að ég er úti á þekju. samt þykir mér tvíræðni og orðaleikir skemmtileg en það er ekki það sama finnst mér.
nema hvað, það sem átti hér að koma fram var að í bókinni, sem inniheldur fullt af góðum hlutum þrátt fyrir átakanlegheit heildarinnar, fann ég nokkra kafla sem gripu mig og fengu mig til að hugsa. sá helsti er svona:
,,þegar kom að kröfum sem þurfti að svara, íþyngjandi kröfum sem þurfti að vakna til á hverjum morgni og sinna, voru flestir jarðarbúar líklega verr staddir, að minnsta kosti ekki mikið betur (en hún). hverri manneskju var skammtaður svolítill flötur eða sneið af lífinu - ,,leikvöllur", sem viðkomandi varð að gera á einhvern hátt að ,,sínum", tileinka sér reglurnar, beina þrám sínum og draumum eftir réttum farvegum innan þess skika og uppskera eða sá til samræmis við það hvernig til tókst. (...)(hún þurfti) að ná aftur þeim stærðum, því mikilvægi, sem fólkinu þarna úti - takmarkað hvert í sinni íbúðinni, vinnunni, ástarsambandinu, borginni sem það byggði - hafði tekist að gera að vettvangi hugmynda sinna um líf, tilgang, frelsi. sérhver manneskja spannaði jú aldrei í raun, nema þá um það bil tvo fermetra sem var mannslíkaminn í rýminu. hið eina sem skipti máli var hugurinn, og að hafa völd yfir huganum, sjálfri sér."
æi mér fannst þetta einhverra hluta vegna svolítið gott. það er alltaf gagnlegt að vera minnt á hvað maður takmarkar sig og lifir mikið inni í ,,kassanum". og þar sem ég er háfleyg og djúp í dag ætla ég í þokkabót að skella hingað inn texta við lag sem var mikið sungið í kringum mig sem krakki en það er svona:
dragðu ekki það að dansa þar til þú eldist
því að þá kannski uppaf hrekkurðu heldur skjótt
og hefur hreint aldrei dansað neitt.
taktu heldur því sem þér að höndum ber
það þýðir ekkert um að fást
þú skalt aldrei láta mæðu sækja sinnið á
né súta yfir von sem brást.
og svo er þetta sungið aftur og aftur og orðinu dansa skipt út t.d. fyrir að elska, drekka, ferðast, ríða.... eftir smekk.
en nú er semsagt kominn þorlákur. makinn eina ferðina enn stunginn af á veitingastaðinn hvar hann mun dúsa við þjónustustörf og uppvask langt frameftir degi. ég sjálf þarf að stinga rúmfötum í þvottavél því maður á alltaf að fara að sofa í hreinum rúmum á þorláksmessu. það kenndi hún móðir mín mér. svo þarf ég að ryksuga og til að kóróna skemmtilegheitin neyðist ég til að fara í bónus og ikea. þá er ég búin á einni viku að heimsækja öll helstu svarthol höfuðborgarsvæðisins. fór nefnilega í húsasmiðjuna um daginn líka.
ég lifi þetta vonandi af.
lofa að blogga í kveld til að sannfæra sjálfa mig um að ég lifði af.
þá hef ég líka loforð til að standa við...
nema hvað, það sem átti hér að koma fram var að í bókinni, sem inniheldur fullt af góðum hlutum þrátt fyrir átakanlegheit heildarinnar, fann ég nokkra kafla sem gripu mig og fengu mig til að hugsa. sá helsti er svona:
,,þegar kom að kröfum sem þurfti að svara, íþyngjandi kröfum sem þurfti að vakna til á hverjum morgni og sinna, voru flestir jarðarbúar líklega verr staddir, að minnsta kosti ekki mikið betur (en hún). hverri manneskju var skammtaður svolítill flötur eða sneið af lífinu - ,,leikvöllur", sem viðkomandi varð að gera á einhvern hátt að ,,sínum", tileinka sér reglurnar, beina þrám sínum og draumum eftir réttum farvegum innan þess skika og uppskera eða sá til samræmis við það hvernig til tókst. (...)(hún þurfti) að ná aftur þeim stærðum, því mikilvægi, sem fólkinu þarna úti - takmarkað hvert í sinni íbúðinni, vinnunni, ástarsambandinu, borginni sem það byggði - hafði tekist að gera að vettvangi hugmynda sinna um líf, tilgang, frelsi. sérhver manneskja spannaði jú aldrei í raun, nema þá um það bil tvo fermetra sem var mannslíkaminn í rýminu. hið eina sem skipti máli var hugurinn, og að hafa völd yfir huganum, sjálfri sér."
æi mér fannst þetta einhverra hluta vegna svolítið gott. það er alltaf gagnlegt að vera minnt á hvað maður takmarkar sig og lifir mikið inni í ,,kassanum". og þar sem ég er háfleyg og djúp í dag ætla ég í þokkabót að skella hingað inn texta við lag sem var mikið sungið í kringum mig sem krakki en það er svona:
dragðu ekki það að dansa þar til þú eldist
því að þá kannski uppaf hrekkurðu heldur skjótt
og hefur hreint aldrei dansað neitt.
taktu heldur því sem þér að höndum ber
það þýðir ekkert um að fást
þú skalt aldrei láta mæðu sækja sinnið á
né súta yfir von sem brást.
og svo er þetta sungið aftur og aftur og orðinu dansa skipt út t.d. fyrir að elska, drekka, ferðast, ríða.... eftir smekk.
en nú er semsagt kominn þorlákur. makinn eina ferðina enn stunginn af á veitingastaðinn hvar hann mun dúsa við þjónustustörf og uppvask langt frameftir degi. ég sjálf þarf að stinga rúmfötum í þvottavél því maður á alltaf að fara að sofa í hreinum rúmum á þorláksmessu. það kenndi hún móðir mín mér. svo þarf ég að ryksuga og til að kóróna skemmtilegheitin neyðist ég til að fara í bónus og ikea. þá er ég búin á einni viku að heimsækja öll helstu svarthol höfuðborgarsvæðisins. fór nefnilega í húsasmiðjuna um daginn líka.
ég lifi þetta vonandi af.
lofa að blogga í kveld til að sannfæra sjálfa mig um að ég lifði af.
þá hef ég líka loforð til að standa við...
mánudagur, desember 22, 2008
þetta verða skráðustu jól sögu minnar. eins og sjá má blogga ég eins og það verði enginn morgundagur en mikið assgoti er þetta góð þerapía. þerapía er hasarpía.
eftir nokkur ár mun ég geta lesið sögu kreppujólanna tvöþúsundogátta fyrir barnabörnin mín og við munum glotta saman.
nema hvað. þessi dagur var barasta skrambi fínn þrátt fyrir erfiða fæðingu. ég ráfaði fyrst tímunum saman ásamt síðburðinum um smáralind hvar við keyptum slatta af skrani. þaðan neyddumst við til að færa okkur yfir í kringluna og satt best að segja var ég eftir nokkurn tíma orðin ansi hreint þunglynd og lúin á sönsum. þegar ég var aðframkomin og við það að sparka í punginn á hverjum þeim sem fyrir mér varð náði ég á einhvern hátt athygli eins jólasveinsins sem gaf sér tíma til að spjalla við mig. það að spjalla við jólasveina er alveg hreint jafn skemmtilegt og gott og að blogga út í loftið. á örskotsstundu hætti ég við allt pungaspark og fylltist barnslegri jólagleði. með hamingjubatteríin hlaðin og risavaxið bros á fésinu sprangaði ég inn og út um kringluna, fór svo niður í bæ, valhoppaði upp og niður laugaveginn og kláraði að kaupa allt sem mig vantaði. það er góð tilfinning að vera búin.
nú ætla ég að hvíla lúin bein in the faðm of the family.
á morgun kemur svo þorlákur og þá verður þorláksbloggað.
hasta la vista baby.
eftir nokkur ár mun ég geta lesið sögu kreppujólanna tvöþúsundogátta fyrir barnabörnin mín og við munum glotta saman.
nema hvað. þessi dagur var barasta skrambi fínn þrátt fyrir erfiða fæðingu. ég ráfaði fyrst tímunum saman ásamt síðburðinum um smáralind hvar við keyptum slatta af skrani. þaðan neyddumst við til að færa okkur yfir í kringluna og satt best að segja var ég eftir nokkurn tíma orðin ansi hreint þunglynd og lúin á sönsum. þegar ég var aðframkomin og við það að sparka í punginn á hverjum þeim sem fyrir mér varð náði ég á einhvern hátt athygli eins jólasveinsins sem gaf sér tíma til að spjalla við mig. það að spjalla við jólasveina er alveg hreint jafn skemmtilegt og gott og að blogga út í loftið. á örskotsstundu hætti ég við allt pungaspark og fylltist barnslegri jólagleði. með hamingjubatteríin hlaðin og risavaxið bros á fésinu sprangaði ég inn og út um kringluna, fór svo niður í bæ, valhoppaði upp og niður laugaveginn og kláraði að kaupa allt sem mig vantaði. það er góð tilfinning að vera búin.
nú ætla ég að hvíla lúin bein in the faðm of the family.
á morgun kemur svo þorlákur og þá verður þorláksbloggað.
hasta la vista baby.
jólafrí - dagur þrjú.
eitthvað er ég að gefa mig því þegar ég vaknaði leið mér eins og lest hafi ekið yfir axlirnar á mér. ætli ég neyðist þá ekki bara til að skakklappast í apótek, setja upp hvolpaaugun mín og gráta þangað til einhver vill vera svo vænn að selja mér pillur. kannski verður nóg að ganga inn og biðja um lyfið, gæti verið.
nema hvað, þar sem makinn fékk hér um árið þá snilldarhugmynd að opna veitingahús hefur hann fátt annað að gera þessa dagana en að súpa seyðið af því. hann er fastur þar frá morgni til klukkan fjögur og fimm og jafnvel lengur alla daga vegna jólaanna. (jólaanna og jólahjálmtýr eru sko foreldrar mínir). en semsagt er blessunarlega svo mikið að gera að drengurinn fær ekkert frí eins og ég og börnin. svo er aftur spurning hvort orðið frí eigi við þegar ég er ein með börnin.... mætti kannski frekar kalla þetta jólasamveru, jólalæti, jóla.....álag?
dagurinn í dag verður að minnsta kosti á þennan veg ef allt gengur eftir: makinn vinnur frameftir degi, frumburðurinn fer í kringluna með félögum sínum að kaupa gjöf fyrir körfuboltaþjálfarann og við mæðgur förum á stjá í lind smáranna til að kaupa þær gjafir sem ekki hafa fundist í miðbænum góða. ég vona að ég lifi það af.
ég er eiginlega strax orðin þreytt af tilhugsuninni....
loforð dagsins: klára að kaupa jólagjafir handa fjölskyldu og starfsfólki og lifa af ferð í smáralind með barninu sem aldrei þagnar. sé til á eftir hvort tókst að standa við alltsamant.
eitthvað er ég að gefa mig því þegar ég vaknaði leið mér eins og lest hafi ekið yfir axlirnar á mér. ætli ég neyðist þá ekki bara til að skakklappast í apótek, setja upp hvolpaaugun mín og gráta þangað til einhver vill vera svo vænn að selja mér pillur. kannski verður nóg að ganga inn og biðja um lyfið, gæti verið.
nema hvað, þar sem makinn fékk hér um árið þá snilldarhugmynd að opna veitingahús hefur hann fátt annað að gera þessa dagana en að súpa seyðið af því. hann er fastur þar frá morgni til klukkan fjögur og fimm og jafnvel lengur alla daga vegna jólaanna. (jólaanna og jólahjálmtýr eru sko foreldrar mínir). en semsagt er blessunarlega svo mikið að gera að drengurinn fær ekkert frí eins og ég og börnin. svo er aftur spurning hvort orðið frí eigi við þegar ég er ein með börnin.... mætti kannski frekar kalla þetta jólasamveru, jólalæti, jóla.....álag?
dagurinn í dag verður að minnsta kosti á þennan veg ef allt gengur eftir: makinn vinnur frameftir degi, frumburðurinn fer í kringluna með félögum sínum að kaupa gjöf fyrir körfuboltaþjálfarann og við mæðgur förum á stjá í lind smáranna til að kaupa þær gjafir sem ekki hafa fundist í miðbænum góða. ég vona að ég lifi það af.
ég er eiginlega strax orðin þreytt af tilhugsuninni....
loforð dagsins: klára að kaupa jólagjafir handa fjölskyldu og starfsfólki og lifa af ferð í smáralind með barninu sem aldrei þagnar. sé til á eftir hvort tókst að standa við alltsamant.
sunnudagur, desember 21, 2008
þegar ég vaknaði í morgun fann ég hversu mikið úberhreingerningin hefur fengið á líkamann minn. ef ég vissi ekki betur gæti ég trúað að ég hefði vakað í alla nótt við drykkju, dans, armbeygjur og fjallgöngu. en þar sem ég er að eðlisfari jákvæð ákvað ég að láta líkamlega kvilla ekki á mig fá heldur láta eins og ekkert hefði í skorist. sem ég og gerði.
ég var líka svo dugleg í gær við að standa við loforðið mitt að ég er eiginlega búin að ákveða að láta þetta verða svona loforðadaga. á hverjum degi ætla ég að standa við loforð og þá verð ég líka svo stolt af mér þó að stundum sé erfitt að hafa sig í að gera hlutina.
í dag lofaði ég til dæmis að ég ætlaði að kaupa jólagjafir og hanga með fjölskyldunni. það tókst. makinn keypti gjöf frá mér til hans sem telst þannig með sem ég að kaupa jólagjafir og við fórum með síðburðinum á snjóþotu niður arnarhól oft og mörgum sinnum. það telst með sem ég að hanga með fjölskyldunni.
nú er makinn dottin út í sófanum, frumburðurinn farinn með systur minni á einhverja tónleika, síðburðurinn á fullu að föndra við eldhúsborðið og moi, eða ég sjálf, með lappirnar upp í loft að reyna að vera róleg þó svo að ég fái sting í hjartað í hvert sinn sem ég sé föndurdrasl detta af eldhúsborðinu á glampandi fallega hreina gólfið mitt sem ég lagði svo mikið á mig að gera fínt í gær. (þetta var löng setning í boði kaupþings)
dagur tvö: staðið við loforð. dugleg stelpa.
ég var líka svo dugleg í gær við að standa við loforðið mitt að ég er eiginlega búin að ákveða að láta þetta verða svona loforðadaga. á hverjum degi ætla ég að standa við loforð og þá verð ég líka svo stolt af mér þó að stundum sé erfitt að hafa sig í að gera hlutina.
í dag lofaði ég til dæmis að ég ætlaði að kaupa jólagjafir og hanga með fjölskyldunni. það tókst. makinn keypti gjöf frá mér til hans sem telst þannig með sem ég að kaupa jólagjafir og við fórum með síðburðinum á snjóþotu niður arnarhól oft og mörgum sinnum. það telst með sem ég að hanga með fjölskyldunni.
nú er makinn dottin út í sófanum, frumburðurinn farinn með systur minni á einhverja tónleika, síðburðurinn á fullu að föndra við eldhúsborðið og moi, eða ég sjálf, með lappirnar upp í loft að reyna að vera róleg þó svo að ég fái sting í hjartað í hvert sinn sem ég sé föndurdrasl detta af eldhúsborðinu á glampandi fallega hreina gólfið mitt sem ég lagði svo mikið á mig að gera fínt í gær. (þetta var löng setning í boði kaupþings)
dagur tvö: staðið við loforð. dugleg stelpa.
laugardagur, desember 20, 2008
í dag er ég búin að vera hrikalega dugleg. en hann var ansi langur.
ég stóð við loforðin sem ég var búin að gefa mér, meðal annars um að þrífa heimilið. og eins og áður sagði var dagurinn langur. sérstaklega af því að ég var ein heima í allan dag. ég endurtek, ein heima í allan dag að þrífa. fjölskyldan stakk af þegar þau sáu mig í druslugallanum með tusku á lofti og geðveikisglampa í augunum.
eða sko. fyrst fór ég með pólska kokkinn til tannlæknis því hann er með óþekkan endajaxl og bólgna kinn. þá lærði ég nýja setningu á pólsku, ég kann ekki að skrifa hana rétt en hún er svona ya iema naúchecheki eða eitthvað svoleiðis. það þýðir ég er kennari. ég er samt svolítið búin að gleyma henni og hún hefur strokast úr lófanum á mér við öll þrifin en þetta er amk næstum því rétt.
nema hvað. ein heima með gamla tónlist í botni þreif ég skúffur og skápa, sturtu og klósett, svefnherbergi, eldhús, stofu og forstofu. ég er fyrst að setjast niður núna með bjór í hönd og tölvu í fangi eftir um það bil 8 tíma törn sem ég fæ ekkert borgað fyrir nema hausverk og ánægjuna af því að eiga hreint og fínt heimili fyrir jólin. (þetta var löng setning í boði vífilfells)
í gær var ég með hassperur í rassinum. núna er ég líka með þær í lærunum. hvusslags eiginlega líkamsástand erðetta? það hefur amk greinilega verið hamagangur í öskjunni. eða var hamagangurinn í öskunni? nei.... bull.
þegar fjölskyldan kom heim södd, sæl og lyktandi af klór eftir útlegð frá klukkan eitt til hálf níu urðu þau hálf smeyk við að sjá mig. þarna stóð ég á miðju gólfi með hárið út í loftið, bauga undir augunum, blóðtauma í munnvikunum, kinnfiskasogin og sveitt eftir hamaganginn í öskunni. svei mér ef ég gleymdi ekki bara að borða.
svona er ég stundum. slæ framkvæmdum á frest út í hið óendanlega og þegar deddlænið skellur á andlitinu á mér tek ég mig til og tek til. og þá er það ekkert slor, allt sett í botn og botninn er suður í borgarfirði.
í dag stóð ég sko aldeilis við loforðin. ó já.
ég stóð við loforðin sem ég var búin að gefa mér, meðal annars um að þrífa heimilið. og eins og áður sagði var dagurinn langur. sérstaklega af því að ég var ein heima í allan dag. ég endurtek, ein heima í allan dag að þrífa. fjölskyldan stakk af þegar þau sáu mig í druslugallanum með tusku á lofti og geðveikisglampa í augunum.
eða sko. fyrst fór ég með pólska kokkinn til tannlæknis því hann er með óþekkan endajaxl og bólgna kinn. þá lærði ég nýja setningu á pólsku, ég kann ekki að skrifa hana rétt en hún er svona ya iema naúchecheki eða eitthvað svoleiðis. það þýðir ég er kennari. ég er samt svolítið búin að gleyma henni og hún hefur strokast úr lófanum á mér við öll þrifin en þetta er amk næstum því rétt.
nema hvað. ein heima með gamla tónlist í botni þreif ég skúffur og skápa, sturtu og klósett, svefnherbergi, eldhús, stofu og forstofu. ég er fyrst að setjast niður núna með bjór í hönd og tölvu í fangi eftir um það bil 8 tíma törn sem ég fæ ekkert borgað fyrir nema hausverk og ánægjuna af því að eiga hreint og fínt heimili fyrir jólin. (þetta var löng setning í boði vífilfells)
í gær var ég með hassperur í rassinum. núna er ég líka með þær í lærunum. hvusslags eiginlega líkamsástand erðetta? það hefur amk greinilega verið hamagangur í öskjunni. eða var hamagangurinn í öskunni? nei.... bull.
þegar fjölskyldan kom heim södd, sæl og lyktandi af klór eftir útlegð frá klukkan eitt til hálf níu urðu þau hálf smeyk við að sjá mig. þarna stóð ég á miðju gólfi með hárið út í loftið, bauga undir augunum, blóðtauma í munnvikunum, kinnfiskasogin og sveitt eftir hamaganginn í öskunni. svei mér ef ég gleymdi ekki bara að borða.
svona er ég stundum. slæ framkvæmdum á frest út í hið óendanlega og þegar deddlænið skellur á andlitinu á mér tek ég mig til og tek til. og þá er það ekkert slor, allt sett í botn og botninn er suður í borgarfirði.
í dag stóð ég sko aldeilis við loforðin. ó já.
núna er tæknilega séð kominn laugardagur. samt er ég ekki enn farin að sofa. klukkan er rúmlega þrjú. ég var sko á veitingastað nokkrum við laugaveg þar sem ég neyddist til að sitja og bíða eftir eþíópíska krúttinu mínu á meðan hann kláraði að vaska upp og þrífa. á meðan hafði ég ekkert annað að gera en að sötra bjór. og svo sötraði ég og sötraði á meðan um þrír tímar liðu. hálf kjánaleg daman að sitja svona ein og vera alltaf að fylla rétt botnfylli í glasið svona rétt á meðan ég beið, en botnfylli í þrjá tíma er góður slatti skal ég segja ykkur. ó já.
og nú er svo komið að minn er fullur. einn.
og þar sem ég er ein á kojufylleríi er ég komin á einkatrúnó. trúnóið mitt er svona:
vissir þú að þegar ég var krakki og unglingur skammaðist ég mín svo mikið fyrir tærnar á mér að alltaf þegar ég fór í leikfimi eða sund í skólanum beyglaði ég þær undir mig þannig að það sást ekki í þær? nei, það vissir þú varla því ég hef ekkert talað um það.
vissir þú að uppáhalds bíómyndin mín var princess bride? nei, tæplega.
ókey ég er hætt. betra að hætta en að koma sér í vandræði þegar maður vaknar á morgun, á eftir.
það er erfitt að vera fullur einn og langa til að tala en geta ekkert talað um það sem maður vill tala. úff púff.
kannski væri bara best að ég tjái mig frekar eftir að bjórinn hverfur úr kerfinu.
jú ætli það ekki.....
og nú er svo komið að minn er fullur. einn.
og þar sem ég er ein á kojufylleríi er ég komin á einkatrúnó. trúnóið mitt er svona:
vissir þú að þegar ég var krakki og unglingur skammaðist ég mín svo mikið fyrir tærnar á mér að alltaf þegar ég fór í leikfimi eða sund í skólanum beyglaði ég þær undir mig þannig að það sást ekki í þær? nei, það vissir þú varla því ég hef ekkert talað um það.
vissir þú að uppáhalds bíómyndin mín var princess bride? nei, tæplega.
ókey ég er hætt. betra að hætta en að koma sér í vandræði þegar maður vaknar á morgun, á eftir.
það er erfitt að vera fullur einn og langa til að tala en geta ekkert talað um það sem maður vill tala. úff púff.
kannski væri bara best að ég tjái mig frekar eftir að bjórinn hverfur úr kerfinu.
jú ætli það ekki.....
föstudagur, desember 19, 2008
mín kona aldeilis í blogggírnum núna. ætli það sé einhverskonar staðgengill jólaskapsins? ég spyr mig...
orð með þremur eins stöfum í röð eru skemmtileg. þátttaka. blogggír. stresssamloka.
mikið svakalega er annars mikið af fólki hér á laugaveginum. nú sit ég inni á söntu maríu og góni til skiptis á tölvuna og út um gluggann. glugggann. glugggannn.
margt fólk í miðbænum getur verið sumarlegt eða jólalegt.
svo rýk ég upp og afgreiði á barnum og sest niður aftur. og svo rýk ég upp og þríf borð og sest niður aftur.
nú er ég sest niður aftur á minn stóra rass.
eitthvað upplifi ég þessa blessaða bloggfærslu sundurlausa. gæti verið af því ég er alltaf að rjúka upp og setjast niður aftur. sennilega. sennnilega.
í morgun fór ég og horfði á síðburðinn syngja á sviði. ég fæ alltaf tár í augun á svoleiðis viðburðum. frekar lúðaleg mamma að því leyti. eftir sönginn var dansað í kringum jólatré og við sungum meðal annars göngum við í kringum einiberjarunn sem er tiltölulega langdregið og einhæft lag. oseisei.
nú og eftir jólahátíðleikann skrapp ég í vinnuna og var alveg hrikalega dugleg. hamaðist og hamaðist alveg þangað til svitinn lak niður bakið á mér. nú er ég aðeins að ýkja en það má samt með sanni segja að ég hafi hamast. var svo alveg gasalega ánægð með afraksturinn. það er merki um að vinnan sé góð þegar maður fer ánægður heim. verkefnunum fullnægt og allir kátir. skrýtin tilfinning samt að vera komin í frí.
einu sinni fannst mér alltaf svo spennandi að fara í frí. núna finnst mér veturinn svo ný skollinn á að ég er eiginlega hálf hissa að vera komin í frí. nú riðlast rútínan aftur og svefntíminn fer í steik. svo verður kósí yfir jólin en eftir nokkra daga mun ég þrá rútínuna mína aftur. ég endist nefnilega aldrei nema bara svo og svo lengi í fríum í einu. fer hreinlega að sakna vinnunnar.
en það er nú svosem ekki skemmtilegt umfjöllunarefni. skiptum þá um.
ég er búin að hlaupa svo oft upp og niður stigann hér á söntu að ég er komin með hassperur í rassinn. er það skemmtilegra umfjöllunarefni? nei? ekki það? nú jæja, þá hætti ég bara í bili...
orð með þremur eins stöfum í röð eru skemmtileg. þátttaka. blogggír. stresssamloka.
mikið svakalega er annars mikið af fólki hér á laugaveginum. nú sit ég inni á söntu maríu og góni til skiptis á tölvuna og út um gluggann. glugggann. glugggannn.
margt fólk í miðbænum getur verið sumarlegt eða jólalegt.
svo rýk ég upp og afgreiði á barnum og sest niður aftur. og svo rýk ég upp og þríf borð og sest niður aftur.
nú er ég sest niður aftur á minn stóra rass.
eitthvað upplifi ég þessa blessaða bloggfærslu sundurlausa. gæti verið af því ég er alltaf að rjúka upp og setjast niður aftur. sennilega. sennnilega.
í morgun fór ég og horfði á síðburðinn syngja á sviði. ég fæ alltaf tár í augun á svoleiðis viðburðum. frekar lúðaleg mamma að því leyti. eftir sönginn var dansað í kringum jólatré og við sungum meðal annars göngum við í kringum einiberjarunn sem er tiltölulega langdregið og einhæft lag. oseisei.
nú og eftir jólahátíðleikann skrapp ég í vinnuna og var alveg hrikalega dugleg. hamaðist og hamaðist alveg þangað til svitinn lak niður bakið á mér. nú er ég aðeins að ýkja en það má samt með sanni segja að ég hafi hamast. var svo alveg gasalega ánægð með afraksturinn. það er merki um að vinnan sé góð þegar maður fer ánægður heim. verkefnunum fullnægt og allir kátir. skrýtin tilfinning samt að vera komin í frí.
einu sinni fannst mér alltaf svo spennandi að fara í frí. núna finnst mér veturinn svo ný skollinn á að ég er eiginlega hálf hissa að vera komin í frí. nú riðlast rútínan aftur og svefntíminn fer í steik. svo verður kósí yfir jólin en eftir nokkra daga mun ég þrá rútínuna mína aftur. ég endist nefnilega aldrei nema bara svo og svo lengi í fríum í einu. fer hreinlega að sakna vinnunnar.
en það er nú svosem ekki skemmtilegt umfjöllunarefni. skiptum þá um.
ég er búin að hlaupa svo oft upp og niður stigann hér á söntu að ég er komin með hassperur í rassinn. er það skemmtilegra umfjöllunarefni? nei? ekki það? nú jæja, þá hætti ég bara í bili...
fimmtudagur, desember 18, 2008
jæja essgan... mikið er nú gaman hvað það snjóar úti. verst að ég er ekki með flösu, þá gæti ég haft snjókomu inni líka...
ég hef gaman af snjó. áðan þegar ég var að skafa bílinn minn til að komast heim úr vinnunni skemmti ég mér konunglega við að hlaupa hringinn í kringum hann og skafa eins og vindurinn. það snjóaði nefnilega svo hratt að jafnóðum og ég kláraði eina hlið voru hinar þrjár komnar aftur á kaf. það eru sko fjórar hliðar á bíl. allavega mínum.
svo gafst ég upp, stakk andlitinu ofaná skottið og át snjó þaðan. hann var góður.
og núna er ég með hiksta. það finnst mér líka gaman.
gaman að því hvað mér þykir allt gaman núna. ef ég gæti séð árur ef þær eru til, myndi ég ábyggilega geta sagt þér að mín væri hamingjusamlega björt og bleik þessa stundina.
heimilið mitt er í drasli og mér tekst ekki fyrir mitt litla líf að koma jólaseríunum upp í glugga án þess að þær líti út eins og rangeygð og skjálfhent fyllibytta hafi klunnast með þær þangað. ég er haldin frestunaráráttu gagnvart þrifum og tiltekt og jólin læðast aftanaðmér á hraða ljóssins. það er kúl að geta læðst á hraða ljóssins.
en ég er samt glöð og með heilann fullan af hrikalega væminni tónlist sem gæti fengið fjöldamorðingja til að tárast. væmin tónlist er falleg. snjór er fallegur. skakkar jólaseríur eru fallegar og það er fallegt að vera glaður.
ég hef gaman af snjó. áðan þegar ég var að skafa bílinn minn til að komast heim úr vinnunni skemmti ég mér konunglega við að hlaupa hringinn í kringum hann og skafa eins og vindurinn. það snjóaði nefnilega svo hratt að jafnóðum og ég kláraði eina hlið voru hinar þrjár komnar aftur á kaf. það eru sko fjórar hliðar á bíl. allavega mínum.
svo gafst ég upp, stakk andlitinu ofaná skottið og át snjó þaðan. hann var góður.
og núna er ég með hiksta. það finnst mér líka gaman.
gaman að því hvað mér þykir allt gaman núna. ef ég gæti séð árur ef þær eru til, myndi ég ábyggilega geta sagt þér að mín væri hamingjusamlega björt og bleik þessa stundina.
heimilið mitt er í drasli og mér tekst ekki fyrir mitt litla líf að koma jólaseríunum upp í glugga án þess að þær líti út eins og rangeygð og skjálfhent fyllibytta hafi klunnast með þær þangað. ég er haldin frestunaráráttu gagnvart þrifum og tiltekt og jólin læðast aftanaðmér á hraða ljóssins. það er kúl að geta læðst á hraða ljóssins.
en ég er samt glöð og með heilann fullan af hrikalega væminni tónlist sem gæti fengið fjöldamorðingja til að tárast. væmin tónlist er falleg. snjór er fallegur. skakkar jólaseríur eru fallegar og það er fallegt að vera glaður.
mánudagur, desember 15, 2008
sagðirðu blogga? nú jæja þá....
ætli það hafi ekki verið almennt þjóðfélagsástand sem hefur dregið úr mér andagiftarlíftóruna undanfarið. mætti segja mér það.
en hvað hefur annars á daga mína drifið undanfarið spyrð þú þig væntanlega núna.
jú jú, það hefur ýmislegt gengið á. eyrað var bitið af mér á fylleríi um daginn, ég greindist með holdsveiki fyrir tveimur vikum síðan, húsið var tekið af okkur á nauðungaruppboði vegna vanskila og dekkjunum var stolið undan bílnum. núnú, svo missti ég heyrnina á hægra eftir sprenginguna sem varð þegar þvottavélin mín sprakk í tætlur en hún þoldi víst ekki kuldann úti. ég var sko að þvo þvott úti eftir að húsið var tekið á uppboðinu. stakk vélinni bara í samband við ljósastaur.
börnin mín eru farin að heiman, enda ekkert heimili til staðar, og síðast frétti ég af þeim í hjálpræðishernum. makinn flutti í eitt af rónabælum bæjarins en þar var rafmagnslaust og ég fer ekki fet án sléttujárnsins míns þannig að ég hef ákveðið að búa frekar hjá ljósastaurnum mínum. hann virkaði reyndar ekki í nokkra daga eftir þvottavélasprenginguna en núna er hann orðinn fínn og ég þar af leiðandi með slétt og fínt hár.
annars er svosem fátt að frétta. jól og svona bara.
ætli það hafi ekki verið almennt þjóðfélagsástand sem hefur dregið úr mér andagiftarlíftóruna undanfarið. mætti segja mér það.
en hvað hefur annars á daga mína drifið undanfarið spyrð þú þig væntanlega núna.
jú jú, það hefur ýmislegt gengið á. eyrað var bitið af mér á fylleríi um daginn, ég greindist með holdsveiki fyrir tveimur vikum síðan, húsið var tekið af okkur á nauðungaruppboði vegna vanskila og dekkjunum var stolið undan bílnum. núnú, svo missti ég heyrnina á hægra eftir sprenginguna sem varð þegar þvottavélin mín sprakk í tætlur en hún þoldi víst ekki kuldann úti. ég var sko að þvo þvott úti eftir að húsið var tekið á uppboðinu. stakk vélinni bara í samband við ljósastaur.
börnin mín eru farin að heiman, enda ekkert heimili til staðar, og síðast frétti ég af þeim í hjálpræðishernum. makinn flutti í eitt af rónabælum bæjarins en þar var rafmagnslaust og ég fer ekki fet án sléttujárnsins míns þannig að ég hef ákveðið að búa frekar hjá ljósastaurnum mínum. hann virkaði reyndar ekki í nokkra daga eftir þvottavélasprenginguna en núna er hann orðinn fínn og ég þar af leiðandi með slétt og fínt hár.
annars er svosem fátt að frétta. jól og svona bara.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)