þriðjudagur, desember 30, 2008

viltu sjá mig pirraða? ha? viltu það? já var það ekki... djöfullinn hafi það...
þetta er ég pirruð, svo pirruð að ég gæti slitið nefhár úr einhverjum. af hverju? jú af því að það er mið nótt, eina ferðina enn og ég get ekki sofið. af hverju get ég ekki sofið? af því að draslið á efri hæðinni fékk þá snilldarhugmynd að halda partý. núna. á mánudagskvöldi. það er ekki gamlárskvöld og ekki nýárskvöld. það er bara andskotans mánudagskvöld og við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að það eru fokking timburgólf á milli hæða í þessu helvítis húsi svo það er ekki fræðilegur möguleiki að sofna. fjölskyldunni minni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að festa svefn áður en fílahjörðin byrjaði að blasta fjöllin hafa vakað og bites the dust þarna draslið með queen en ekki ég. neeeeiiii auðvitað ekki ég.
ekki nóg með að skítablesarnir syngi hástöfum heldur mætti halda að þau hafi sérstaklega boðið sjötíu offitusjúkum sóprandruslum á pinnahælum til að dansa og væla. núna. um miðja nótt. djöfulsins andskotans og nú góla helvítin nine to five með dolly parton...pakk. leyfist mér að nefna að vegna timburgólfanna er svo hljóðbært að ég heyri í alvörunni þegar einhver pissar standandi þarna fyrir ofan mig. er hissa að hafa aldrei fengið dropa í augað í gegnum þessi andskotans pappagólf. já, á svo ekki bara að dansa konga í eyrunum á manni.... fávitar.
í þokkabót er ég svo mikil endemis aumingjans bleyða og ræfilstuska að ég drullast ekki upp til að kvarta. vil aldrei vera leiðinlegi gaurinn... tek það bara út á blogginu.... andskotans helvítis djöfull.... væri ekki bara best að nauðga hjaltalínlaginu mínu svo aðeins...nei nú er nóg komið, ég er farin upp að berja einhvern.

Engin ummæli: