jæja essgan... mikið er nú gaman hvað það snjóar úti. verst að ég er ekki með flösu, þá gæti ég haft snjókomu inni líka...
ég hef gaman af snjó. áðan þegar ég var að skafa bílinn minn til að komast heim úr vinnunni skemmti ég mér konunglega við að hlaupa hringinn í kringum hann og skafa eins og vindurinn. það snjóaði nefnilega svo hratt að jafnóðum og ég kláraði eina hlið voru hinar þrjár komnar aftur á kaf. það eru sko fjórar hliðar á bíl. allavega mínum.
svo gafst ég upp, stakk andlitinu ofaná skottið og át snjó þaðan. hann var góður.
og núna er ég með hiksta. það finnst mér líka gaman.
gaman að því hvað mér þykir allt gaman núna. ef ég gæti séð árur ef þær eru til, myndi ég ábyggilega geta sagt þér að mín væri hamingjusamlega björt og bleik þessa stundina.
heimilið mitt er í drasli og mér tekst ekki fyrir mitt litla líf að koma jólaseríunum upp í glugga án þess að þær líti út eins og rangeygð og skjálfhent fyllibytta hafi klunnast með þær þangað. ég er haldin frestunaráráttu gagnvart þrifum og tiltekt og jólin læðast aftanaðmér á hraða ljóssins. það er kúl að geta læðst á hraða ljóssins.
en ég er samt glöð og með heilann fullan af hrikalega væminni tónlist sem gæti fengið fjöldamorðingja til að tárast. væmin tónlist er falleg. snjór er fallegur. skakkar jólaseríur eru fallegar og það er fallegt að vera glaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli