heildeilis fínt aðfangadagskveld að baki. það var svona:
uppúr klukkan fjögur kom makinn heim með matinn og frumburðinn sem var aðstoðarkokkur. þá var heimilið orðið svaka fínt og við slökuðum aðeins á áður en allt fór í gang aftur. um klukkan sex komu systirin og mágurinn, foreldrarnir, frænksnið og kólumbíski eiginmaðurinn auk samlanda hans sem er nemi í háskólanum og var eitthvað jólalega munaðarlaus. allt í allt vorum við ellefu talsins.
við borðuðum hrikalega góðan allskonar mat og svo voru það pakkarnir auðvitað og eftirrétturinn...mmmmmm..... ég fékk tvö borðspil, tvö viskustykki, lampa, kjól, peysu, bók, hristu, tvö kerti og tequilaflösku. já og listaverk eftir síðburðinn og annað eftir systurina. alltsaman hrikalega fínt og flott.
eftir át og opnun dönsuðum við svolítið og fórum svo að spila. það var svo gaman að við spiluðum og spiluðum og þá var klukkan allt í einu orðin þrjú eða meira.
í dag erum við öll á náttfötunum og hyggjumst ekkert fara í neitt annað. hér er nóg til af mat og afþreyingarefni til að endast okkur í allan dag og rúmlega það.
á morgun er svo kaffi hjá ömmu, makinn fer aftur í vinnuna og við neyðumst til að klæða okkur í föt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli